Nú hef ég lengi vel verið að velta því fyrir mér að tjúna þetta Golf grey mitt.
Bara svona til að byrja þá er þessi bíll alveg stock í augnablikinu.
Bíllinn er um ræðir er Volkswagen Golf GTI 1995 árgerð. Þessi bíll er með 2.0 lítra 115bhp átta ventla línu fjarka og framdrifinn. Allt kram í þessum bíl er mjög heillegt og fyrir utan nokkrar steinkastrispur á stuðara þá er hann í top standi.
oooog það sem mig langar að gera við hann er að setja á hann, are your ready for this?
Neuspeed Supercharger
Já ég veit, ógeðslega dýrt örugglega en staðreyndin er sú að þeir hjá neuspeed voru að lækka verðið niður í 2500 dollara og eins og flestir vita þá er dollarinn farinn að nálgast yenið all svakalega, whopping 70 krónur.
Þetta þýðir 175000 krónur, svo náttúrulega einhver tollur geri ég ráð fyrir og ef ég geri þetta með hjálp nágranna míns sem er bifvélavirki þá ætti ég að sleppa frekar vel.
Svo langar mig í leiðinni að fá mér alvöru deutsche tourenwagen meisterschaft (DTM) púst og veit ég ekki hvort ég ætti að smella mér á eitt neuspeed sem kostar að vísu heila 700 dali, sem mér finnst full stíft. Er ekki málið að láta einhvern snilling smíða þetta undir bílinn?
Jæja segið mér hvað ykkur finnst um þessa litlu hugmynd mína?