Jæja, hófst handa við bílinn um helgina. Vil þakka Inga kærlega fyrir veitta hjálp, án hans hefði þetta ekki gengið nærri eins vel.
Slatti af dóti sem kom við sögu þetta skiptið, enda ýmislegt sem átti að gera.

Tók smurningu, skipti um kerti, ætlaði að draina kælikerfið en loftnippillinn var alveg ónýtur svo ég ætla að redda mér nýjum ef ég skildi eyðileggja hann við að opna fyrir hann.
Skellti gripnum á búkka, svo þægilegt að vinna við hann þannig:

Loftsían hélt víst að hún ætti að vera olíusía líka:

Diskarnir voru nú ekki upp á marga fiska:




Dugnaður í manni!


Nýtt og shiny komið á sinn stað:

Og að aftan líka

Ég fékk reyndar vitlausa borða í handbremsuna svo ég gat ekki skipt um allt þar, redda því við fyrsta tækifæri. En þetta er amk. allt á réttri leið. Fer svo bráðlega í skoðun og þá kemst ég að því hvort ég þarf að gera eitthvað fleira.
Það er smá bras með öndunina á mótornum að ég held. Var alveg slatti af olíu í inntakinu, meiraðsegja sían hefur fengið að finna fyrir henni. Hallast að því að þetta tengist eitthvað önduninni á mótornum, en ég er þó ekki viss, enda mjög óreyndur þegar kemur að þessum vélum.