jæja ætli maður hendi ekki smá update á þetta.
bíllinn er kominn með alvöru framfjöðrun, bilstein gasdempara, vogtland gorma,og einhverja massífustu ballancestöng sem ég hef séð,
á aðeins eftir að klára hana, en er að bíða eftir að komast aftur inn með bílin og klára hana, ásamt því að setja sama pakka í hann að aftan, auk þess er ég með tubular spyrnur og bracket til að breyta stífuhalla og auka fjöðrunarvegalengdina aftur í oem, eftir að ég verð búinn að lækka hann að aftan. svo er ég með alvöru gírkassapúða og vel sverar grindatengingar, sem brace-a á milli styrktarbita fram og afturenda bílsins og koma í veg fyrir að boddýið geti undið upp á sig með auknum látum í húddinu,
mótorinn er tilbúinn, það ætlaði ekki að verða auðvelt að fá að testa dýrið, fyrst þegar ég prufaði var bíllinn með ónýtum kertum og stíflaða loftsíu, og ég rétt nái að röra upp gírinn og bremsa,
þegar það átti að testa almennilega og keyra útí hfj, þá saug hann falskt loft og virkaði sama sem ekkert,
ég lagaði það og fór aftur út að keyra og bíllinn þrælvann svosum en samt ekki eins og vonast var til, þá var skipt um kerti og yfirfarið og komist af því að lúmið fyrir annan oxygen sensorinn hafði legið utan í greinini og skemmst,
það var svo lagað líka. yfirfarið mótorinn vel. skololían tekin af og brunað úr hfj inní kópavog, og enn virktist einhver skítur í bílnum, jú hann vann vel en ekki nóg
þá villulas ég bílin og sá að hann var fullur af villukóðum eftir falska loftið og súrefnisskynjaran og keyrði á neyðarprógrammi, ég eyddi út 4 kóðum og fór og prufaði aftur og vúhú.. dótið bókstaflega orgaði.. 315/35ZR17 dekkinn virðast grípa minna en orginal 245/45 dekkin gerðu á honum orginal.. og vinslan tlplega 5þús rpm uppí tæplega 7 virkaði á mann eins og bílnum hafi verið skotið úr teygjubyssu.
þetta segi ég þó án nokkura yfirlýsinga, en ég myndi hiklaust segja að bíllinn sé kominn yfir 400hestafla múrinn, því ég á ennþá eftir að skipta um loftsíu og gappa kertin, og svo er jú bíllinn að rönna núna á tilrauna mail order mappi, möppuðu fyrir á annað hundraða hestafla nítróskot, þannig að þetta gaf mér hint um að þessi mótor sé raunverulega 450-480 hestöflin N/A sem ég vonast til að ná (flywheel þ.e.a.s)
og það skemmtilega er að svo eru 150hö í viðbót til staðar.. "by the push of a button" hlakka mikið til að prufa það.
annars er ég loksins búinn að fá nyja stýrisdælu í bílin, sem er reyndar ennþá útí usa, en það var síðasti hlutuinn sem mig vantaði, það er skoðunarkall búinn að kíkja á bílin og tjá mér það að bíllinn fái athugasemdalausa skoðun án nokkurs vafa, gegn því einu að ég lækki hljóðið í honum, þannig að ef vel fer, þá gæti maður jafnvel náð restini af sumrinu
2 myndir þar sem hann stendur, slammaður að framan en hár að aftan, kom reyndar sjónvarpslið í heimsókn í skúrinn, og bíllinn birtist í burnouti á montior á skjá1 síðastliðinn miðvikudag

