Jss wrote:
Það er til dæmis hægt að sjá á E36 hvort bíllinn sé með upphaflega teljarann með því að halda inni "núllunartakkanum" (fyrir kílómetrateljarann t.d. milli bensínstoppa) þegar maður startar bílnum og þá fær maður einhverjar talnarunur og ein þeirra á að vera sama tala og stendur einhvers staðar undir húddinu, hef ekki prófað þetta en get póstað nánari lýsingu ef áhugi er fyrir því.
Já ég hef alltaf með mér grein um þetta úr Total BMW þegar ég kaupi e36 og nota þetta trikk, mjög sniðugt.
En ég var einu sinni á heimasíðu sem var að selja svona tacho breytara og þetta breytir eprom minni og skv. þessari síðu á ekki að vera hægt að komast að því að búið væri að eiga við töluna. Þetta var að sjálfsögðu bara selt til að nota við viðgerðir.
Þegar menn breyta km tölu í óheiðarlegum tilgangi þá skipta þeir ekki um mælaborð og dagsetningin á því helst því óbreytt. Mér hefur verið boðið upp á það af bílasala í Þýskalandi að lækka km tölu og fá þjónustubók fyrir ákveðna upphæð. Því bíllinn sem hann var með var of mikið ekinn m.v. það sem ég var að leita að. Ég neitaði þessu að sjálfsögðu.
Hringdi sérstaklega í B&L og talaði við verkstæð útaf þessu máli, ef þetta er eitthvað breytt þá væri gaman að fá betri upplýsingar um það þ.e. að hægt sé að staðfesta km tölu með tölvutengingu.