Hehe - ef vel er boðið þá er kannski hægt að losa hann frá mér.
En almennt er ég ekki að spá í að skipta.
Við frúin ræddum þetta áðan og hún er til í þetta. Þá er planið að gera þennan betri og kaupa svo bara annan bíl til að eiga með. Þá verður þessi áfram bara sumarbíll.
Ef maður ætlar að vera raunverulegur í þessu þá er það líklegast að taka innspýtingu úr 325i. Hinsvegar er ég búin að skoða nokkuð vel í kringum mig og það er hægt að fá flest sem þarf í vélina - ég trúi varla að Alpina vélarhlutir séu mikið dýrari en BMW þar sem boddíhlutirnir og innréttingarhlutirnir hjá þeim eru bara eiginlega ódýrir.
Svo verð ég auðvitað að réttlæta rendurnar á hann
Dýrasti hluturinn sem ég hef séð í þessar breytingar eru felgurnar! Og alltaf erum við að tala um frekar litla peninga miðað við hvað kostar að fá sér yngri og öflugri bíl.
Það er bara of gaman að keyra þetta til þess að maður skoði þetta ekki til enda.
Og ef ég dreifi þessu á 2-3 sumur (þriðja sumarið færi í innréttinguna) þá ættu peningar ekki að verða stórmál. Ég er líka með vini í Þýskalandi, Bretlandi, Frakklandi og Danmörku til að pikka upp hluti fyrir mig og koma þeim heim, reyndar einn í USA líka. Augljóslega þyrfti stærri hlutir að fara í flutning.