Fékk mér nýjar felgur.
Koma bara vel út. Eru með vitlaust offset þannig að ég þarf líklega aðeins að rúlla brettin, eða þá að það dugi bara að fá sér minni dekk með smá stretch. Munaði alveg svakalega litlu, röbbaði ekki mikið meira en 2mm frá brúninni á dekkinu og það á 235/45/17... ætti alveg að smellpassa með 215/40/17 eða 205/40/17.
Tók nokkrar myndir áður en ég tók þær aftur undan.

Kemur mega flott út. Ef eitthvað er gera þær þessar rendur örlítið skárri, þó svo að ég héldi að það væri ekki hægt. En þær fara nú samt af.

Finnst þær fylla nokkuð vel uppí hjólaskálarnar á ólækkuðum bílnum. Sjáum hvernig þetta verður þegar ég fer á lægri prófíl.

Ef vel er að gáð sést línan í dekkinu þar sem það rekst uppí brettið. Munar alls ekki miklu.


Finnst þær ekki standa neitt of mikið út, finnst þetta bara helvíti gott svona. Var farinn að halda, miðað við svör sumra hérna sem tuða yfir því eftir hverja spurningu um "hvort þetta kemst undir" að felgur með lægra offset passi bara alls ekki á e36, að þetta yrði eitthvað vesen og myndi standa langt út fyrir. En þetta er bara nokkuð smooth, sé ekki að þetta ætti að verða mikið vesen.