Bras og aftur bras, skipt um bremsudiska og klossa að framan....tók ekki langan tíma. Svo ákvað ég að byrja á sway-bar installi sem reyndist heldur betur vera ömurlegt verkefni. Átti poly fóðringar til að setja utan um en það var svo engan veginn að passa, notaði þá gúmmi sem fylgdu með frá H&R en það reyndist álíka glatað fitment. Er núna með gömlu original gúmmíin til bráðabirgða, alger hryllingur að koma þessu saman því að bracketin eru aðeins of lítil og original setup frá BMW er svo illa hannað að í smástund langaði mér að selja tíkina inni á verkstæðinu og taka strætó heim. Svo tóku við bremsur að aftan sem varð eitt heljarinnar vesen, endaði með að setja gamla draslið aftur undir og þarf núna að kaupa skynjara fyrir fram- og afturbremsur....gat auðvitað ekki farið á SAS verkstæðið þannig að ég endaði á verkstæði Kúkabræðranna. Olíusía hefur verið hert með töng þegar Schmiedmann skipti um olíu, kúkabræður eiga ekki síutöng þannig að það fór líka til andskotans.
Semsagt verulega góður dagur

er einhver hérna með 22mm swaybar að framan, kannski frá H&R eða svipað? Vantar að vita hvernig menn koma þessu drasli undir með original bracket-um.