Ætla að sjá hvað ég get fengið fyrir hann í þessu ástandi sem hann er.
Lakkið er í fínu ástandi, þarf aðeins að massa það upp bara.
Leðrið í honum er alveg geðveikislega heilt, afturbekkirnir eru eins og nýir.
Mótorinn er mjög góður.
Það sem er að:
Drif festingar að aftanverðu eru orðnar slæmar og þarf pússa niður og sjóða upp.
Bolti í demparafestingu að framan er brotinn og fastur í nafinu, þyrfti að fá nýtt naf.
Spyrnur og spindlar í slöku ástandi, þarf að skipta um.
Bremsurörið ónýtt við miðju, bremsar ekki að aftan.
Bremsuslanga að framan fer að syngja sitt síðasta.
Flautan datt úr sambandi, skítlétt að laga það.
Sætisbelti að aftan er fast, skítlétt líka.
Hurðaspjald hægra megin er eiginlega ónýtt.
Ekkert ómögulegt, en ég hef bara enga aðstöðu til að gera við þetta.
Til að koma honum í gegnum skoðun þarf að laga bremsurörið og spindil h/m að framan.
Hitt var ekki sett út á í skoðun, en þar samt að laga, en þá ætti bíllinn samt að geta verið kominn með skoðun á sig áður en menn fara að dunda í því.
Gert af mér:
Glænýjir demparar að aftan, glænýjir diskar að aftan og glænýjir klossar bæði að framan og aftan.
Er búinn að eyða svona 60.000 í hann ca. frá því að ég keypti hann. Það er allt glænýtt og hef ekkert getað keyrt hann með þetta því vegna þess að hann fékk akstursbann útaf bremsurörinu.
Var semsagt skipt um þetta allt og keyrt niður á Dalveg í skoðun þar sem hann fékk akstursbann og hefur ekki verið keyrður síðan.




Stel hérna sölumyndum frá fyrri eiganda:



Verð: Tilboð
Hafið samband í PM eða í síma 846 5350
Ef ég fæ ekkert tilboð sem mér finnst hæfilega mikið þá ætla ég bara að eiga hann og reyna að parta eða swappa í annan bíl.