Ég hef aðeins verið að kíkja eftir hvað menn eru að borga fyrir bíla á þessum tjóna uppboðum tryggingafélagana - og verð að segja að ég er alveg steinhissa á því hvað menn eru tilbúnnir til að borga mikið ....
Það er eins og ílla seljanlegir, mikið eknir bílar verði heit söluvara á því að tjónast aðeins ...
Nú væri hægt að tína til nokkur dæmi þar sem mér fannst allt eins hægt að fara bara út á bílasölu og kaupa bíl í lagi, en best að halda sig við BMW.
Hérna er einn sem mér fannst fara full dýrt, eða hvað myndi vera hægt að fá góðan ótjónaðan '89 730ia á - miðað við staðgreiðslu og 200.000 km akstur (sem er reyndar grunsamlega lítið keyrt í 14,5 ár) .. ?