Jæja þá er maður loksins komin á BMW aftur og hættur þessu japans rugli. Fyrir valinu varð þessi fíni E36 323 sem ég fann hérna á spjallinu að sjálfsögðu.
Hérna er svona það helsta um bílinn:
BMW 323i E36 M52B25 Single Vanos 24V 6strokka, 170ish hö.
Beinskiptur
16" álfelgur, digital miðstöð, dual airbag, loftkæling, dökk innrétting, útihitamælir, rafmagn í framrúðum, HIFI hljómkerfi með magnara í skottinu, loftnet í afturrúðu, KW gormar og filmaður afturí.
Alveg þrælgrimmur svona lækkaður á 16 tommunni og liggur alveg þrælskemmtilega. Tók strax eftir því hvað ég hafði saknað 6 cyl línuvélasoundsins eftir þessar 4 cyl saumavélar sem maður hefur verið á.
Það er nú lítið á planinu með þennan annað en að halda honum hreinum og í lagi. Kannski grúskar maður eitthvað í honum í sumar, láta laga lakkið til dæmis.
Ég byrjaði á því að skella bílnum í mössun, bón og djúphreinsun þar sem að hann var nýkominn úr fjósinu en núna er hann frambærilegur.
Stökk því útí Smáralind og tók nokkrar myndir fyrir ykkur og mig.
