bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sun 04. May 2025 21:45

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 436 posts ]  Go to page 1, 2, 3, 4, 5 ... 30  Next
Author Message
PostPosted: Wed 18. Feb 2009 09:37 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Fri 06. Feb 2009 20:21
Posts: 1422
Location: Kársnesið
Jæja, loksins kominn á e36 coupe. :D
Gerðist frekar snöggt, sá eldgamla auglýsingu í gærmorgun fyrir tilviljun, hringdi í gaurinn og hitti hann seinni partinn. Rúllaði svo heim á bílnum eftir kvöldmat.
Fékk hann nokkuð ódýrt, held að ég hafi gert fín kaup, en bíllinn er mjög heillegur og furðu vel farinn.
Bíllinn er á endurskoðun þar sem sett var út á bremsuborða og bremsuklossa og ójafnvægi í bremsuþrýsting.
Einnig var sett út á að bensíntankur leki, sem fyrrverandi eigandi útilokar og segir að hann hafi líklega ekki hert nógu vel á bensínsýjunni því þegar fyllt er á tankinn gutlist upp úr honum og komi nokkrir taumar niður tankinn og það hafi verið það sem skoðandinn sá.

Keyrður 280.000 ca. og gengur eins og klukka. Finnst hann mjög heill miðað við þessa keyrslu.
Síðasti eigandi var fullorðinn maður sem notaði hann bara sem A-B bíl.
Nýlega búið að skipta um bensínsýju og startara, en ég held að ekki mikið fleira hafi verið gert nýlega.
Þessu verður reddað um helgina öllu saman.

Leður innrétting, sem er alveg fáránlega heilleg, eins og enginn hafi nokkurntíman setið í aftursætunum, farþegasætið er mjög heilt, og bílstjórasætið er bara aðeins farið að slitna eins og eðlilegt er, en engin göt eða neitt slíkt.

Hendi inn nokkrum hundlélegum símamyndum, tek betri með myndavél eftir skóla í dag.

Image

Image

Image

Image

Lakkið og liturinn er furðu gott miðað við rauðan bíl, ekki mjög upplitað, en þá er það helst skottlokið og topplúgan.
Ryðbólur eru farnar að myndast á örfáum stöðum, en ekkert alvarlegt.

Plön?
-Fyrst og fremst að koma honum í gegnum skoðun.
-Samlita.. sprauta húddið, ekki hrifinn af röndunum! :? Á einhver húdd handa mér?
-Angeleyes
-Lip og þakspoiler
-17" felgur, ekki alveg búinn að ákveða hvernig
-Sportsæti
-M50B25 :!:
-Og sitthvað fleira sem mér dettur í hug as we go along. :)


Last edited by Maddi.. on Tue 15. Jun 2010 17:55, edited 19 times in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 18. Feb 2009 09:40 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
Þessi er flott potential..

8)

Til hamingju með kaggann.

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 18. Feb 2009 09:44 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 28. Jun 2005 23:13
Posts: 12513
Location: Bitch viltu dick?
flottur svona rauður :D hann verður heví lúúker á flottum 17-18"

_________________
Fullt af CF sem rúllar


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 18. Feb 2009 09:59 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 20. Mar 2007 17:07
Posts: 9113
Location: Hafnarfjörður
Næs! Allt er vænt sem vel er ... rautt?

En það er auðvitað margsannað að rauðir bílar eru mikið hraðskreiðari en aðrir. :)

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 18. Feb 2009 10:00 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 07. Jul 2005 09:43
Posts: 3886
Location: Bíldudalur
Thessi hefdi verid fullkominn sem "Donor" bill fyrir minn ef madur skyldi flytja heim.

Allt af minum yfir a thennan og ut ad krusa med LHD :o

Til hamingju med bilinn. Getur ordid mjog flottur 8)

_________________
BMW E46 ///M3 04.2003
Land Rover Discovery 3 04.2007
Ski Doo Summit X 800 151" - 2006
5xE30,E32,E34,4xE36,E39,E53 - Seldir


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 18. Feb 2009 10:35 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Thu 01. Mar 2007 18:45
Posts: 5844
Er þetta ekki bíllinn sem var með sprunginn demparaturn?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 18. Feb 2009 10:44 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 22. Mar 2005 12:31
Posts: 1770
Location: Vesturbæ Reykjavíkur
Til hamingju. Hvar fannstu þessa auglýsingu?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 18. Feb 2009 10:44 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Fri 06. Feb 2009 20:21
Posts: 1422
Location: Kársnesið
Nú veit ég ekki...
Virkar allavega fínt og ég finn ekki fyrir neinu óeðlilegu í fjöðruninni.
Hvernig finn ég út úr því?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 18. Feb 2009 10:44 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Fri 06. Feb 2009 20:21
Posts: 1422
Location: Kársnesið
Mánisnær wrote:
Til hamingju. Hvar fannstu þessa auglýsingu?

Kvartmíluspjallinu.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 18. Feb 2009 10:49 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Thu 01. Mar 2007 18:45
Posts: 5844
Skoðaðu bara turninn, sérð hvort það sé sprunga á honum eða ekki.
Ég er ekki viss en það var rauður 318is í svipuðu ástandi til sölu á klink fyrir ári eða svo.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 18. Feb 2009 10:51 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Fri 06. Feb 2009 20:21
Posts: 1422
Location: Kársnesið
Viss um að það sé ár síðan?
Auglýsingin sem ég fann er frá því í september/oktober og eigandinn búinn að eiga hann í 2 ár..
Hann minntist ekkert á að neitt hafi komið upp á nema bensínsýju skipti.
En ég tékka á þessu á eftir.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 18. Feb 2009 10:52 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Fri 06. Feb 2009 20:21
Posts: 1422
Location: Kársnesið
Ertu þá að tala um að framan eða að aftan?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 18. Feb 2009 10:52 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Thu 01. Mar 2007 18:45
Posts: 5844
Að framan... ætla reyna að athuga hvort þetta sé sami bíll.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 18. Feb 2009 10:54 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Thu 01. Mar 2007 18:45
Posts: 5844
Hehe ég er að tala um aaaaaallt annan bíl :lol:
http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtop ... ight=318is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 18. Feb 2009 10:55 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Fri 06. Feb 2009 20:21
Posts: 1422
Location: Kársnesið
maxel wrote:
Að framan... ætla reyna að athuga hvort þetta sé sami bíll.


Okei, flott.
Er eitthvað big deal ef demparaturninn er sprunginn? Og hvernig lýtur hann út?
Spyr sá sem ekki veit. :oops:


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 436 posts ]  Go to page 1, 2, 3, 4, 5 ... 30  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 13 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group