Jæja, loksins kominn á e36 coupe.
Gerðist frekar snöggt, sá eldgamla auglýsingu í gærmorgun fyrir tilviljun, hringdi í gaurinn og hitti hann seinni partinn. Rúllaði svo heim á bílnum eftir kvöldmat.
Fékk hann nokkuð ódýrt, held að ég hafi gert fín kaup, en bíllinn er mjög heillegur og furðu vel farinn.
Bíllinn er á endurskoðun þar sem sett var út á bremsuborða og bremsuklossa og ójafnvægi í bremsuþrýsting.
Einnig var sett út á að bensíntankur leki, sem fyrrverandi eigandi útilokar og segir að hann hafi líklega ekki hert nógu vel á bensínsýjunni því þegar fyllt er á tankinn gutlist upp úr honum og komi nokkrir taumar niður tankinn og það hafi verið það sem skoðandinn sá.
Keyrður 280.000 ca. og gengur eins og klukka. Finnst hann mjög heill miðað við þessa keyrslu.
Síðasti eigandi var fullorðinn maður sem notaði hann bara sem A-B bíl.
Nýlega búið að skipta um bensínsýju og startara, en ég held að ekki mikið fleira hafi verið gert nýlega.
Þessu verður reddað um helgina öllu saman.
Leður innrétting, sem er alveg fáránlega heilleg, eins og enginn hafi nokkurntíman setið í aftursætunum, farþegasætið er mjög heilt, og bílstjórasætið er bara aðeins farið að slitna eins og eðlilegt er, en engin göt eða neitt slíkt.
Hendi inn nokkrum hundlélegum símamyndum, tek betri með myndavél eftir skóla í dag.




Lakkið og liturinn er furðu gott miðað við rauðan bíl, ekki mjög upplitað, en þá er það helst skottlokið og topplúgan.
Ryðbólur eru farnar að myndast á örfáum stöðum, en ekkert alvarlegt.
Plön?
-Fyrst og fremst að koma honum í gegnum skoðun.
-Samlita.. sprauta húddið, ekki hrifinn af röndunum!

Á einhver húdd handa mér?
-Angeleyes
-Lip og þakspoiler
-17" felgur, ekki alveg búinn að ákveða hvernig
-Sportsæti
-M50B25

-Og sitthvað fleira sem mér dettur í hug as we go along.
