bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 08. May 2025 14:39

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 400 posts ]  Go to page Previous  1 ... 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9 ... 27  Next
Author Message
 Post subject:
PostPosted: Mon 12. Jan 2009 13:53 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Wed 03. Aug 2005 18:16
Posts: 16512
Location: Rvk city
pacifica wrote:
Ég veit nú ekki alveg með þennan græna. Mig langar bara að finna litanúmerið á þessum bláa og hafa hann svoleiðis.. hehe 8)


Þessi "blái" er Avus blár, ætti ekki að vera mikið mál að finna litanúmerið.

Fleiri myndir af þú vilt skoða:

http://www.r3vlimited.com/board/showthr ... hlight=bmp

http://www.r3vlimited.com/board/showthread.php?t=68428

_________________
Enginn bíll!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 12. Jan 2009 14:14 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Sun 23. Sep 2007 12:30
Posts: 1023
Location: Hafnarfjörður
arnibjorn wrote:
pacifica wrote:
Ég veit nú ekki alveg með þennan græna. Mig langar bara að finna litanúmerið á þessum bláa og hafa hann svoleiðis.. hehe 8)


Þessi "blái" er Avus blár, ætti ekki að vera mikið mál að finna litanúmerið.

Fleiri myndir af þú vilt skoða:

http://www.r3vlimited.com/board/showthr ... hlight=bmp

http://www.r3vlimited.com/board/showthread.php?t=68428



Í alvöru?? Er þessi sjúklega blái bara Avus blau?

Þetta kemur mér á óvart hehe...

Þá er þetta helvíti spes myndataka og líklega pínu PS...

Samt sem áður töff litur. Svo finnst mér Le Mans blue líka geggjaður.

_________________
E30 '86 325 M50 Powered
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 12. Jan 2009 14:21 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
Djofullinn wrote:
Án þess að ég viti það þá finnst mér mjög líklegt að lýsingin og myndatakan geri litinn á bláa svona. Held hann sé ekki svona flottur venjulega

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 12. Jan 2009 14:36 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Sun 23. Sep 2007 12:30
Posts: 1023
Location: Hafnarfjörður
Djofullinn wrote:
Djofullinn wrote:
Án þess að ég viti það þá finnst mér mjög líklegt að lýsingin og myndatakan geri litinn á bláa svona. Held hann sé ekki svona flottur venjulega


Já, ég var búinn að sjá þetta. Djöfulli magnaður ljósmyndari til þess að fá litinn svona fram á filmu...

_________________
E30 '86 325 M50 Powered
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 12. Jan 2009 15:57 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 18. May 2004 03:33
Posts: 15561
Location: Keflavík
AvusBlau er mjög flottur litur, en hefur enginn pælt í hvernig CarbonSchwarz kæmi út á E30... eða Nachtblau :?:

Ég myndi skjóta á að CarbonSchwarz væri flottasti litur í heimi á M-Tech I E30, ef að hann má ekki vera ImolaRot 8)

Blá-a Effectið í CarbonSchwarz er vængefið :!:

_________________
Owner of: Anax Tuning IvS
Danmark
--------------
99' BMW E36 330i Turbo - 634whp/781wnm
ImolaRot
--------------
04' Ford F550 6.0 Powerstroke - ???hp/???nm
ImolaRot
--------------
06' BMW E61 535d - 442hp/871nm
Spacegrey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 12. Jan 2009 17:15 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Sun 03. Feb 2008 22:04
Posts: 217
Location: Árbær
Angelic0- wrote:
AvusBlau er mjög flottur litur, en hefur enginn pælt í hvernig CarbonSchwarz kæmi út á E30... eða Nachtblau :?:

Ég myndi skjóta á að CarbonSchwarz væri flottasti litur í heimi á M-Tech I E30, ef að hann má ekki vera ImolaRot 8)

Blá-a Effectið í CarbonSchwarz er vængefið :!:


100% sammála sá litur er geðveikur og ég hugsa að ef ég ætlaði að sprauta minn í einhverjum öðrum en svörtum væri það sá litur

_________________
E30 325 '89 M-Tech 2--- VR-718,, í vetrardvala:)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 15. Jan 2009 21:20 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Sun 23. Sep 2007 12:30
Posts: 1023
Location: Hafnarfjörður
FinnurKarls wrote:
Angelic0- wrote:
AvusBlau er mjög flottur litur, en hefur enginn pælt í hvernig CarbonSchwarz kæmi út á E30... eða Nachtblau :?:

Ég myndi skjóta á að CarbonSchwarz væri flottasti litur í heimi á M-Tech I E30, ef að hann má ekki vera ImolaRot 8)

Blá-a Effectið í CarbonSchwarz er vængefið :!:


100% sammála sá litur er geðveikur og ég hugsa að ef ég ætlaði að sprauta minn í einhverjum öðrum en svörtum væri það sá litur



Mér finnst þetta ekkert "spes" litur. Allavega ekki svo að mig langi að sprauta bílinn minn með honum. Þetta er nánast svart, og mig langar bara ekki að fara í þann pakka...

_________________
E30 '86 325 M50 Powered
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Update!
PostPosted: Wed 28. Jan 2009 12:12 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Sun 23. Sep 2007 12:30
Posts: 1023
Location: Hafnarfjörður
Jæja, er ekki kominn tími á smá update?

Það er nú ekkert rosalega mikið búið að gerast í honum hjá mér undanfarið, nema það kannski að ég er búinn að sjóða í ryðið á hinum sílsanum líka. Þá er eina ryðið sem ég veit af í bílnum í brettabogunum, og verður soðið í það sem fyrst. Maður er líka búinn að þrífa hann og sjá í hvernig ástandi lakkið er í raun og veru.

Síðast þegar bíllin var sprautaður hefur það alls ekki verið vel gert. lakkið er allt í bólum og er helvíti gróft. Ég er nú samt að pæla í að geyma það að sprauta hann í bili... Kannski gera það næsta vetur. Maður hefur bara ekki fjármagn til þess að gera allt sem mann langar til, þannig að maður verður að sortera út það sem mann langar mest til.

Bíllinn fer allavega á götun fyrir sumarið! Kannski smávægilegar breytingar á útliti en ekkert rosalegt til að byrja með.


Reyni svo að setja inn myndir frá því að ég var að sjóða í þetta, þar sem Grétar G er í góðum fíling og Birgir Sig kominn í bjórinn, sem boðar aldrei gott :roll: haha

_________________
E30 '86 325 M50 Powered
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 24. Feb 2009 00:25 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Sun 23. Sep 2007 12:30
Posts: 1023
Location: Hafnarfjörður
Jæja, ég held að það sé kominn tími á smá update.


Ég fór í það um daginn að taka upp bremsurnar að aftan hjá mér og skoða allt draslið.
Ég reif dæluna úr og svona og skoðaði klossana, og þá sá ég að þeir voru rosalega skakkt slitnir, þ.e.a.s. þeir slitnuðu “á ská”


Þannig að ég fór og keypti nýja klossa í bílinn, og til gamans má geta að það eru eins klossar að aftan í bílnum hjá mér og í Volvo 400 týpunni og sumum Saab.

Diskarnir voru í fínasta lagi svo að ég var ekkert að skipta um þá núna.

Svo tók ég bremsudælurnar í sundur og skoðaði þetta og smurði færslupinnana og svona smádúttlerí, og first maður var búinn að rífa þetta allt, þá ákvað ég að spratua bremsudælurnar. Og auðvitað varð rauður fyrir valinu, afþví að um leið og dælurnar verða rauðar bremsar bíllinn náttúrulega betur, og bætast við svona 15-20 hestöfl!!

Hérna eru kjammarnir:
Image

Og hérna eru dælurnar sjálfar:
Image


Ég spreyjaði þær með hitaþolnu lakki sem ég fékk bara í N1.



Svo þegar ég fékk bílinn var alveg hrillileg fjöðrun í honum að aftan. Þega maður keyrði hann lá hann nánast á samsláttarpúðunum, svo það var ákvæðið að græja það eitthvað. Ég keypti í hann //M afturgorma og fann nýja samsláttarpúða í skúrnum, því að í coilover systemið sem var í bílnum hefur greinilega vantað eitthvað, þvi að hringurinn fyrir neðan gorminn sem þú skrufar upp og niður var farinn í gegnum samsláttapúðann og sat skakkur í bílnum.

Hérna er mynd af gorm sem var í bílnum við hliðina á gorm sem fór í bílinn:
Image

En þegar hann var á coiloverinu með það í lengstu stöðu munaði ekki nema þessu:
Image

Það sem mestu munaði að nú er náttúrulega lengra á milli samsláttarpúðanna en það var.


Þetta var á milli samsláttarpúðanna þegar hann stóð ekki í hjólin áður en ég skipti:
Image



Svo fór þetta saman og þá litu dælurnar svona út:
Image

Mjög snyrtilegt og svona, og hérna er önnur þar sem þið sjáið meira í nýju gormana:
Image

Þið sjáið kannski þarna hvað er miklu lengra á milli samsláttarpúðanna.

Bíllinn hækkaði svolítið við þessa gorma, en það lagast aðeins þegar geymirinn er kominn í bílinn, bensín á tankinn og hátalararnir og afturbekkurinn kominn í.

Þá er þetta komið í bili. Vonandi kemur meira fljótlega…Það fer allt eftir því hversu duglegur maður er… hehehe

_________________
E30 '86 325 M50 Powered
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 24. Feb 2009 02:57 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Wed 23. Jul 2008 02:26
Posts: 2371
Location: Í skúrnum eða á hlið
Hehe mér hefur alltaf lángað í þennan e30 síðan ég fekk að skoða hann hjá fyrri eigandum :)

Annars á hann öruglega eftir að verða flottur hjá þér :)

_________________
Bmw e36 323 Touring M-tech

Seldir
3 e39 523ia-540ia
8 e36 316-318-318is-320-325
2 e30 316-325


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 24. Feb 2009 08:14 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 28. Jun 2005 23:13
Posts: 12513
Location: Bitch viltu dick?
vonandi að KW demparnir hafi ekki eyðilaggst útaf þessu gæða coilovers :shock:

_________________
Fullt af CF sem rúllar


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 24. Feb 2009 12:49 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Sun 23. Sep 2007 12:30
Posts: 1023
Location: Hafnarfjörður
einarsss wrote:
vonandi að KW demparnir hafi ekki eyðilaggst útaf þessu gæða coilovers :shock:



Já, ég ætla rétt að vona ekki! Þetta var alveg frekar fáránlegt sko...

_________________
E30 '86 325 M50 Powered
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 31. Mar 2009 15:19 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Sun 23. Sep 2007 12:30
Posts: 1023
Location: Hafnarfjörður
Jája, soldið búið að gerast síðan síðast, og kominn tími á smá update...

Ég er búinn að vera soldið í skúrnum, og afraksturinn er það að maður er búinn að skipta um pústpakkningar, og þær sem voru í honum voru held ég ljótustu og ónýtustu pústpakkningar sem ég hef séð! Svo fór ég í það að skipta um hjólalegu hægra megin að framan. ég byrjaði á því að nota átaksskaft í "venjulegri" stærð, en þegar ekkert gerðist við það að ég hossaði mér á því ákvað ég að ég þyrfti aðeins stórtækari verkfæri. ég fór því og náði mér í topp og 1.5 meters átaksskaft. Og viti menn. Ég var varla byrjaður að taka á því þegar róin losnaði. Svo setti ég afdráttarkló uppá leguna og hún kom af við það að ég herti með höndunum. Sem er bara fínt. Nýja legan komin í og allt í gúddí. Fór og náði í númerin og fékk endurskoðun út á: Ytri stýrisenda h/m, flauta virkar ekki, handbremsa ójöfn, sjóða pústupphengju, og já, þegar ég keyrði inn í skoðunarstöðina pírjaði að frussast útúr bensínleiðslu. Þegar ég var búinn að fá þennan fagurgræna miða var farið og keyptur stýrisendi og bensínleiðsla. Gangurinn í bílnum snar skánaði og allt í gúddí. Rúntaði soldið á föstudagskvöldinu og svaka gaman. Svo á laugardeginum lenti ég í því að kantur hoppaði fyrir mig:´( Ég fór strax í það að finna mér nýja olíupönnu, og byrjaði að rífa. Núna er ég búinn að setja allt saman aftur og svaka gaman nema það að bíllinn nær ekki upp olíuþrýsting. Er að fara að kíkja á það núna. Vonandi finn ég útúr þessu fljótlega svo maður komist út að rúnta:)

_________________
E30 '86 325 M50 Powered
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 31. Mar 2009 15:26 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 28. Jun 2005 23:13
Posts: 12513
Location: Bitch viltu dick?
er ekki bara plög/vír í olíuþrýsingsrofan ónýtt e´ða úr sambandi?

_________________
Fullt af CF sem rúllar


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 31. Mar 2009 15:29 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Sun 23. Sep 2007 12:30
Posts: 1023
Location: Hafnarfjörður
einarsss wrote:
er ekki bara plög/vír í olíuþrýsingsrofan ónýtt e´ða úr sambandi?


Jú, það gæti verið.. var búinn að skoða það aðeins en ætla að fara að kíkja betur á þetta núna. Svo var ég að pæla hvort að maður þyrfti ekki að setja o-hring eða pakningu á milli olíudælunnar og blokkarinar.. það var samt engin pakkning eða neitt þar...


langar samt að ganga úr skugga um að vírar og svoleiðis sé í lagi áður en ég byrja að rífa aftur, því maður er ekki með góða aðstöðu eða neitt.. hehe

_________________
E30 '86 325 M50 Powered
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 400 posts ]  Go to page Previous  1 ... 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9 ... 27  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 19 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group