Jæja, ég held að það sé kominn tími á smá update.
Ég fór í það um daginn að taka upp bremsurnar að aftan hjá mér og skoða allt draslið.
Ég reif dæluna úr og svona og skoðaði klossana, og þá sá ég að þeir voru rosalega skakkt slitnir, þ.e.a.s. þeir slitnuðu “á ská”
Þannig að ég fór og keypti nýja klossa í bílinn, og til gamans má geta að það eru eins klossar að aftan í bílnum hjá mér og í Volvo 400 týpunni og sumum Saab.
Diskarnir voru í fínasta lagi svo að ég var ekkert að skipta um þá núna.
Svo tók ég bremsudælurnar í sundur og skoðaði þetta og smurði færslupinnana og svona smádúttlerí, og first maður var búinn að rífa þetta allt, þá ákvað ég að spratua bremsudælurnar. Og auðvitað varð rauður fyrir valinu, afþví að um leið og dælurnar verða rauðar bremsar bíllinn náttúrulega betur, og bætast við svona 15-20 hestöfl!!
Hérna eru kjammarnir:

Og hérna eru dælurnar sjálfar:

Ég spreyjaði þær með hitaþolnu lakki sem ég fékk bara í N1.
Svo þegar ég fékk bílinn var alveg hrillileg fjöðrun í honum að aftan. Þega maður keyrði hann lá hann nánast á samsláttarpúðunum, svo það var ákvæðið að græja það eitthvað. Ég keypti í hann //M afturgorma og fann nýja samsláttarpúða í skúrnum, því að í coilover systemið sem var í bílnum hefur greinilega vantað eitthvað, þvi að hringurinn fyrir neðan gorminn sem þú skrufar upp og niður var farinn í gegnum samsláttapúðann og sat skakkur í bílnum.
Hérna er mynd af gorm sem var í bílnum við hliðina á gorm sem fór í bílinn:

En þegar hann var á coiloverinu með það í lengstu stöðu munaði ekki nema þessu:

Það sem mestu munaði að nú er náttúrulega lengra á milli samsláttarpúðanna en það var.
Þetta var á milli samsláttarpúðanna þegar hann stóð ekki í hjólin áður en ég skipti:

Svo fór þetta saman og þá litu dælurnar svona út:

Mjög snyrtilegt og svona, og hérna er önnur þar sem þið sjáið meira í nýju gormana:

Þið sjáið kannski þarna hvað er miklu lengra á milli samsláttarpúðanna.
Bíllinn hækkaði svolítið við þessa gorma, en það lagast aðeins þegar geymirinn er kominn í bílinn, bensín á tankinn og hátalararnir og afturbekkurinn kominn í.
Þá er þetta komið í bili. Vonandi kemur meira fljótlega…Það fer allt eftir því hversu duglegur maður er… hehehe