Jæja er ekki kominn smá tími á update hér. Ég náði aðeins að dunda mér í þessum í jólafríinu.
Ég ætlaði að vera voðalega duglegur að vinna í bitaboxinu (Jimny) en ég endaði nú á því að vera að mestu leyti í þessum.
Sýnir hvar aðal áhugamálið liggur
Það hefur ansi margt verið keypt og sankað að sér síðan ég uppfærði seinast. Eg ætlaði að taka eitt allsherjar photoshoot með bílnum á CR7 felgunum um jólin en ég einfaldlega hafði bara ekki tíma til þess. Margt sem ég á eftir að gera áður en það verður hægt.
En það sem var alla vega unnið að um jólin var:
Ég fékk alla vega loksins nýju ljósin mín sem ég hafði pantað frá honum Uvels, það varð feitt klúður með þetta, hvort það hafi verið honum að kenna eður ei veit ég ekki. En ljósin komu alla vega á endanum en því miður ekki alveg í heilu.
Jólasveinarnir í flutnings-keðjunni (Vill ekki ásaka endilega póstinn) hafa misst kassann frekar harkalega með því að hluti af ljósinu brotnaði, sem betur fer var þetta nú hluti sem sést ekki aftan frá, þetta snýrt að númera plötunni og því gat ég límt stykkið aftur á sinn stað en það tók nú smá þolinmæli og æfingar við þetta, erfitt að fá þetta til að tolla en að lokum náði ég að gera þetta mjög snyrtilega. En er skiljanlega hundsvekktur að fá brotin ljós þar sem þau voru greinilega í mint standi.
Myndir af Startec ljósunum:
Svo þegar það var verið að líma þetta, fékk vel þáða aðstoð föður míns við þetta.
Svo eins og ég var búinn að segja í þræðinum hér aðeins fyrr var fóðrningin innan á húddinu farin að fara óskaplega í taugarnar á mér. Þannig ég reif hana úr og eftir sat auðvitað þetta æðislega lím. Ég hringdi í Stebba325i og hann hjálpaði mér aðeins með þetta. Ég byrjaði á því að prufa Sonax HardWax á þetta og það virkaði voðalega illa. Fór því niður í Poulsen og þeir seldu mér efni sem leysti límið svona glæsilega upp og mattaði ekki lakkið, en maður þurfti að vera svolítið röskur að þessu og þurrka upp strax til að leyfa því ekki að liggja á þessu.
Fyrir:
Kominn aðeins inn í verkið:
Búinn að ná öllu af og bóna þetta aðeins, er smá ský á myndinni. Þetta lítur mjög vel út í rauninni.
Svo var ég búinn að kaupa miðjustokk frá honum Stebba325 með geymsluhólfi en ekki þessu yndislega kasettudóti.
Svo sótti ég einnig smá dót sem ég átti hjá honum Hannsa á spjallinu, hann var nú svo indæll að geyma þetta fyrir mig þar sem ég gat ekki nálgast þetta fyrr en um jólin þegar ég loksins kom til Reykjavíkur.
M50 manifold

(Á eftir að þrífa það reyndar og taka það í gegn)
Svo fór ég að reyna að gera við helvítis miðjustokkinn hjá mér sem nær upp að mælaborði. Hann var alltaf á iði seinasta sumar og var klárlega orðinn brotinn. Þannig ég tók þetta allt saman út og reyndi að líma og styrkja stokkinn aðeins. Verður fróðlegt að sjá hvernig þetta heldur, býst alveg eins við að þetta brotni næst þegar maður hendir bílnum á hlið og rekst í þetta..
Næst kemur svo það sem jólin fóru að mestu leyti í. Sumir ykkar hafa kannski frétt um þessi kaup en ég lét nú samt engann vita af þessu persónulega

Ég sem sagt asnaðist við að versla E30 M3 innréttinguna af honum Aroni Andrew. Ég ætlaði nú bara fyrst að kaupa afturbekkinn til að matcha við Winkelhock stólana mína en framsætin voru bara á svo góðum kjörum að ég skellti mér bara á allt draslið. Tók líka hurðar og hliðarspjöldin með svona til að toppa þetta alveg.
Innréttingin var svo sem í ágætis standi en þar sem þetta var nú ekki í bílnum ennþá þá ákvað ég að snurfusa þetta aðeins til. Bílstjóra sætið var líka eitthvað bilað þannig að ég vissi að ég þyrfti að taka það aðeins í gegn. Það endaði nú þannig að sætisbotninn var svo hræðilega brotinn að Auðunn bólstraði sauð þetta fyrir mig í tætlur og við styrktum þetta svo þetta kæmi ekki fyrir aftur. Botninn var brotinn í tvennt eiginlega bara, rifnaði í sundur á kafla.
Svo eftir að búið var að gera við sætið fór ég að dunda mér við að lita innréttinguna og bera á hana svo þetta liti nú almennilega út. Held mér hafi tekist alveg ágætlega til við þetta, sést kannski ekki alveg munurinn á myndunum að neðan en þetta lagaðist alla vega til muna.
Myndir af ferlinu:
Mynd af afturbekknum áður en ég tók hann í gegn.
Mynd af bekknum þegar ég var búinn að lita hann og bera á hann. Svolítið lélegt sjónarhorn samt en hann skánaði til muna hinsvegar.
Svona voru hurðarspjöldin í honum.
Eitt af hurðarspjöldunum, notaði bestu bitana úr mínum spjöldum og sameinaði þau þannig þetta yrði þokkalega heilt og flott
Svona leit svo bílstjórasætið út eftir að ég hafði rifið það í sundur, ég var ekki búinn að lita og bera á sætið þarna.
Smá brot í sætisbakinu. Hélt fyrst að þetta væri ástæðan fyrir því að sætið hallaði alltaf til hliðar en komst svo að því eins og ég sagði að ofan að botninn var brotinn
Smá fyrir mynd af bilstjórasætinu, ég á því miður ekki góða eftirmynd af þessu sama skoti. En þarna sést að það var nú farið að sjá duglega á þessu.
Stöffið sem ég notaði í þetta, virkilega góð efni.
Hér sést hversu vel efnið virkar á sætið, þarna var ég búinn að lita en var að bera áburðinn á. Þarna er ég bara að þurrka áburðinn af og þarna kemur í gegn þessi svaka fíni glans á sætinu.
Hérna sést lokamynd eftir að ég var búinn að taka sætisbakið á bílstjórastólnum í gegn. Munaði ótrúlega á honum.
Svo er er mynd þegar ég var búinn að lita og bera á báða framstólana en átti bara eftir að setja framsætið saman.
Búinn að setja bílstjórasætið í, kemur helvíti vel út
Báðir framstólarnir komnir í og farið að lúkka allsvakalega
Eitt skot af afturbekknum áður en ég setti framstólina í.
Var ekki alveg viss hvort ég ætti að setja næsta update inn, ég held að stock police hringi á vælubílinn útaf þessu moddi
En ég ss datt niður á smá mælaborðsmod á Ebay fyrir nokkru og ákvað að prufa að setja þetta í. Ég er ekki búinn að melta það sjálfur hvort ég fíli þetta eður ei. Ætla að leyfa þessu að sitja aðeins og svo sé ég til bara sjálfur, en endilega kommentið á þetta
Mátaði fyrst mælaborðið bara með álhringjunum. Kemur reyndar mjög vel út.
Svo stillti ég upp carbon dótinu með þessu
Ákvað svo bara að skella þessu í, ég límdi þetta ekki í þannig ég get tekið þetta úr bara mjög fljótlega ef mér hentar svo.
Jæja þá er þetta loksins komið, slatti af myndum en vonandi ekki of mikið
Annars er það næst á planinu hjá mér að smíða skjöld utan um síuna hjá mér. Ég er byrjaður að hanna skapalón úr pappa til að smíða svo eftir. Ég er ekki alveg búinn að ákveða úr hvaða efni ég á að smíða þetta úr, en ég býst bara við að beygja þetta til úr áli.
Ég þarf líka að henda IE swaybar settinu mínu í fyrir sumarið. Þá held ég að fjöðrunin sé orðin alveg ágæt. Fyrir utan að mig vantar að fara í hjólastillingu.
Í sambandi við M50 manifoldið þá er ég að hugsa um að frysta þau mál aðeins. Ég ætla aðeins að kynna mér þetta betur og panta mér hluti sem ég tel að mig vanti í þetta. Ég ætla að þrífa þetta vel og kaupa nýja þéttihringi og hafa þetta allt klárt þegar ég geri þetta. Ég nenni ekki að eyða öðru sumri í skúrnum að baxa eitthvað eins og seinast. Þannig þetta bíður bara þangað til næsta veturs, ég held að ég sé alveg með nógu mikið power þannig lagað séð.
Komið gott í bili.
En endilega komið með komment ef þið hafið einhver, sérstaklega varðandi mælaborðið. Hlakkar svolítið í mér að heyra hvað menn hafa að segja um þetta
