Sælir BMW menn. Nú á dögunum, nánar 31.des, lét maður loksins verða af því að kaupa sér E30.
Hérna er ein mynd af bílnum frá fyrri eiganda:

Bíllinn er 1986 árgerð, upphaflega 318 bíll en komin er í hann M20B23 mótor og kassi.
Búið er að gera helling við bílinn kramlega séð, t.d. þrykktir háþjöppustimplar og allt nýtt frá höfuðlegum og upp í ventlafóðringar. Í hann er kominn E36 steering rack.
Leðurinnrétting og flottheit:

Ég fór sem sagt á gamlársdag að ná í gripinn. Birgir Sig hérna á spjallinu fór með mér. Þegar við komum í sandgerði var bíllinn sem ég kom á hlaðinn af felgum og dekkjum, og bimmanum gefið start. hann fór nú í gang en ekkert mikið meira en það. Var okkur sagt að kertaþræðirnir væru ónýtir og rafgeymirinn einnig. Svo var restinni af E30 draslinu sem fyrrverandi eigandi átti og komst ekki í skottið troðið inn í bílinn og keyrt af stað til Keflavíkur þar sem átti að ná í skárri rafgeymi til að koma bílnum í Hafnarfjörð. Var þá tómi geymirinn tekinn úr bílnum og annar tómur settur í hann. Og enn einu sinni var þá gefið start. Bíllinn gekk eins og áður helvítis truntugang og vita máttlaus.
Samt sem áður var lagt af stað í bæinn og vitleysingabúrið ekki í spotta. Mér til mikillar undrunar dugði geymirinn inní Hafnarfjörð.
Svo hljóp maður bara inn og fékk sér að éta.
Svo strax á nýársdag fer maður að vesenast í húddinu og skoða aðeins allt draslið sem er í skottinu og kemur þá í ljós að í skottinu eru kertaþræðir. Þræðirnir voru teknir einn og einn og kom þá í ljós að einn þráðurinn var ónýtur, og svo tók ég eftir því að annar var einfaldlega bara ekki tengdur. Settir voru skárri þræðirnir í og svo aðeins prófað. Svo fór kagginn bara inn í skúr og byrjað að skera í burtu ryð.
Hérna er kagginn kominn inn í skúr:

Hérna er svo annars sílsinn á honum þegar maður var byrjaður að skera ryðið úr honum:

Svo er nátturulega eins með þennan E30 og flesta aðra að rafmagnið er ekkert til að hrópa húrra fyrir:

Þetta er nú samt eftir að ég tengdi parkið og stefnuljósin að framan og aðeins búið að laga til illa teipaða víra og svoleiðis vesen.
Hérna er svo ein mynd af rokknum:

Svo fór maður að tína dótið upp úr skottinu til að skoða hvort mikið ryð væri í skottinu og þetta var útkoman. BMW partar á víð og dreif um alltof litla skúrinn:

Og kom þá í ljós mér til mikillar hamingju að það er bara ekkert mikið ryð í skottinu:

En maður á samt eftir að skoða mikið í viðbót. Það sem þarf helst að ryðbæta eru sílsarnir og afturbrettin.
Ætlunin er að runna allavega M-Tech I sílsum og aftursvuntu en svo veit maður ekki alveg hvað maður gerir í sambandi við framstuðarann. Það er búið að setja á hann facelift framstuðara og maður á eftir að ákveða hvort maður setji Pre-facelift stuðarann aftur á hann.
Svo á náttúrulega að sprauta kvikindið og sjæna. Verður nú vonandi "tilbúinn" fyrir smarið.
Svo gerist þetta bara allt hægt og rólega og ég reyni nú að koma reglulega með update ef einhver hefur áhuga á að fylgjast með þessu hjá mér
Með kveðju: Anton Örn
