A.H. wrote:
DrWho wrote:
Tommi setti einmitt m50b25 í minn, ég fékk að vera með í swappinu
Vélarskiptin sjálf voru nokkuð einföld og Tommi reddaði rafmagninu sem þurfti smá breytingu. Meistari Jón Bras hjá TB setti svo lokahönd á verkið með því að aðlaga skiptinguna, hækka vélina aðeins og ganga frá því sem ég náði ekki.
Allt í allt nokkuð skemmtilegt prócess og skemmtilegur bíll sem kom út.
Gaman af þessu
Er þinn þá sjálfskiptur? Ef maður er með beinskiptingu þarf maður annan kassa eða...?
Maður ætti kannski að skoða þetta í framtíðinni

Minn var beinskiptur og en ég skipti um kassa samhliða vélinni. Ég veit í raun ekki hvort kassarnir séu eins að grunninum til, þ.e. þessi sem var og þessi sem kom í. Vélarnar eru annarsvegar m43 og hins vegar m50 og skv einhverjum þarf ekki að skipta um kassa. Ég hugleiddi í smá stund að breyta bílnum í sjálfskiptan þar sem mér bauðst til sölu önnur vél sem kom með sjálfskiptingu, en mikið er ég feginn að það var slegið af borðinu.
Ég mæli með því að reyna að finna beinskiptan 325i bíl og rífa hann því það eru hlutir eins og bremsur sem þyrfti að uppfæra samhliða vélaruppfærslunni og það er ekki verra að fá stærra drif (ég á reyndar bæði eftir að skipta um bremsur og drifið). Miðað við hlutina sem gott er að swappa yfir held ég að það borgi sig að finna bíl og rífa hann.
Aðal ástæðan fyrir því að ég fór í þetta á sínum tíma var sú að ég keypti bílinn með sprunginni heddpakkningu (og ég borgaði í samræmi við það) og í stað þess að fara í lagfæringu á henni fór ég í stærri vél. Ég hefði líklega ekki gert þetta við heila 1800 vél. Þetta var líka hluta til góð leið fyrir mig til að læra á bíla því ég kunni ekki neitt áður en ég fór í þetta og nú kann ég amk eitthvað.
All in kostnaður við swappið var á bilinu 300-350 þús, og af því var 200 kostnaður við 325i bílinn.