Jæja .. það er nú erfitt að sleppa því að eiga BMW
Eignaðist þennann fyrir ca. 3 vikum og ég er bara ánægður með bílinn
Bílinn var fluttur inn í 2006 og aðeins ekinn 114.000 þá.
Fyrri eigandi lét nýja túrbínu, allt í bremsum og fleiri hluti.
BMW E39
Tegungd : 525D
árgerð : 2003
akstur : 135.1xx
Vél : M57 túrbó diesel
Afl : 163HP
Tog : 350 NM
eyðsla er ca. 6.5L /100km í langkeyrslu og 10-11 í selfosssnattið
Skipting : 5 þrepa Steptronic með sport og manual option
tvískipt miðstöð
Climate control
Aircondition
Hiti í sætum
rafmagn í öllum rúðum
Cruise Control
PDC (Parking distance control)
DSC (Spólvörn)
og margt fleira (redda fæðingarvottorði bráðum)
Akkurat núna er hann á ágætis BMW 16" Styling 16 vafðar Goodyear Ultra grip 500 vetrardekkjum sem eru bara snilldin ein! Á eftir að finna 18"-19" fyrir næsta sumar. OEM M5 (styling 65) koma vel til greina.
Varð loksins frostlaust svo að maður gat þrifið bílinn almennilega og er hann bara verulega heill í lakkinu þrátt fyrir smá grjótkast sem er í minni kantinum.
En skammdegið er nú eins og það er og það var orðið hálf-dimmt þegar ég tók myndirnar
Ég er bara sáttur við bílinn og er það algjör ánægja að cruisa á þessum bíl! M57 TD vinnur bara vel og það vel upp í 5000RPM
En hann hefur nokkra smávægilega galla sem þarf að kippa í lag :
PIXLAR í radio display og mælaborði eru hálfdauðir en þetta er lesanlegt ennþá allavega. Nokkuð algengt í þessum E39 greinilega. En það er hægt að laga þetta. Þori nú alveg að vaða í það... þetta er hvortsem er bilað.
Það vantar plastlistann við farþegahurðina sem heldur innréttingu (sést á mynd)
Hitamælir sem mælir utandyrahita er aftengdur/bilaður
*Update 25/01 2009*
Nýjar myndir .. ekkert spez en aðeins betra ljós á þessum
Á vetrar"blinginu"
Og svo á nýja sumar"blinginu" 18" x 8,5" .. veit ekkert hvað þessar felgur heita .. fékk þær á góðu verði og þær koma ágætlega út barasta
Dekkin eru handónýtt og allt of lítill prófíll að framan (235/40) og alltof stór að aftan (255/45)
Rosalegt fendergap að framan
Og vel fyllt upp í að aftan
En ég er bara nokkuð sáttur við þessar felgur og þær koma vel út.
En það þarf ný dekk og það með öðrum prófíl
En plön fyrir sumarið er :
Shadowline! Grill og trim listar
Filmur í allar afturrúður samt ekkert alltof dökkar
8000K Xenon kerfi
Blá " xenonlike" angeleyes
"Xenonlike" perur í kastara
40mm lækkun að framan og 20mm að aftan
ný dekk á 18" felgurnar býst við að ég hendi 245/40-45 undir
Svo þarf aðeins að taka þessar felgur í gegn. Framfelgurnar eru soldið kantaðar og svo er smá beygla í einni þeirra .. sjá hvort að það sé ekki hægt að rétta þær. Og ég enda örugglega með því að polýhúða þær svartar.
Kv. Helgi