Jæja,
núna er ég kominn með 100% skilning á boost controllinu í tölvunni,
og það eru alveg þó nokkrar leiðir til að stjórna boosti.
Setja bara target í töflu, taflan er þá snúningar og targetið við þá snúninga
og láta tölvuna sjá um allt annað. Sumir hafa fengið þetta til að virka flott.
Þetta leyfir einnig stjórnun á boosti eftir gjöf,.
Þannig að ef maður gefur 70% gjöf í þá takmarkar maður kannski boostið í 50% af takmarkinu, þannig er hægt að ná ágætis stjórn á milligjöf poweri. vandamálið hér er að ná stýri hraðanum á ventlinum rétt svo að hann geti nú controllað boostinu
Svo önnur leið, þar er hægt að hafa eina töflu sem ákvarðar púlsatímann á boost control ventlinum eftir snúning vélarinnar, þannig mappar maður bara sjálfur út réttar tölur til að fá sem best viðbragð og rétt max boost, þetta er helvíti sniðugt,
maður getur látið boostið koma stígandi alla leið í topp snúning eða stígur hratt og dettur svo niður eða hvernig sem maður vill.
Hérna er hægt að tengja takka sem leyfir boost breytingar innan úr bílnum með snúningsrofa. Þannig að takkinn miðja leið þá er alltaf helmingur af takmarks púlsatímanum ( t,d 50% duty cycle í botni, rofin bara hálfa leið = 25%, og ef við annan snúning er 60% þá verður það bara 30% og svo framvegis)
Enn önnur leið sem leyfir magnað control er tafla sem breytir ventlinum eftir þrýsting í soggrein, snúningum og snúnings takkanum og bensín gjöfinni,
sem þýðir að maður getur stillt algerlega hegðunina á bílnum.
Mjög góð stýring á þá milligjafar poweri, hversu harkalega boostið kemur inn í lágu snúningunum eða háu, og hverskonar boost kúrvu maður vill í botn gjöf t,d
gæti verið línulegt eins og sumir superchargerar eða turbo boost snemma sem dettur svo út og allskyns útfærslur af þessum.
mig á eftir að vanta nota þessa leið fyrir secret turbo í vor
Svo er innbyggt neyðar control sem minnkar boost ef inntaks hiti fer úr böndunum og ef pústhiti fer úr böndunum.
Á morgun uppfæri ég svo tölvuna og klára þennan test gaur sem ég er með á borðinu, hann blikkar díoðum til að sína spíssanna í actioni, og kveikjuna líka, get stillt vatns, loft, gjöf og boost rofann á þessu, klára tengja hitt á morgun líka. Snúningarnir sem fara í tölvuna koma úr lappanum í gegnum hátalaratengið og gefa út sama merki og kveikjuskynjari, þá heldur tölvan að "vélin" sé í gangi
Já og testa double config uppsetninguna, þ.e með rofa get ég svissað á milli uppsetning, bensín, kveikja, boost og allir aðrir fítusar sem að snúa útgöngum,. Flott fyrir MEGA race bensín súper túrbó boost dragster uppsetningu með launch control, flatshift og antilag,
svo flippa rofa og bílinn er bara venjulegur aftur ....
Svo í vor á ég von á að tölvan geti tekið inn merki frá ABS skynjara t,d eða eitthvað merki sem segir til um hraða á bílnum , þá er hægt að mappa boost eftir gírum og bíl hraða. það hjálpar til sem traction control, ef maður hefur ekki áhuga á spóli
Já ég er nörd...

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
