Alpina wrote:
gstuning wrote:
Allt þetta gerir bílinn mikið meira OEM í hegðun og eyður út óþægindum við að eiga standalone bíl.
En hvernig er það,, afhverju standalone ??
er ekki hægt að nota MOTRONIC oem BMW
eru ekki allir möguleikar í boði þar ??
Ef rétt er mappað
og wideband og afr er sett á ??
Nei , á engann hátt mögulegann væri hægt að búa til 400hö+ E30 á motronic 1.3 sem myndi keyra skikkanlega og starta í köldu hvað þá bara hegða sér almennilega
Og það eru sko ekki næstum allir möguleikar í boði þar,
í motronic er ekki
flatshift
launch control
boost control
wideband afr closed loop control
double config
nota fleiri enn bara eitt háspennukefli
stilla hleðslutíma á háspennukefli
bílinn hans stefáns er borderline að nota motronic, enda bara T3 túrbína og einhverstaðar undir 300hö. Samt sem áður þurfti að kaupa eitt og annað til að geta tjúnað af einhverju viti. Enn í bílnum hans stefáns er piggyback tölva sem er með tengdann MAP skynjara.
Þegar ég verð búinn að tjúna þetta þá verður þetta á engann hátt verra enn stock motronic 1.3, og gæti orðið jafn gott og motronic 3.1 (m50 dótið), ekki sama villuleit eins og M50 tölvurnar enn svipað aksturslag og hegðun.
Fyrir utan það að motronic 1.3 notar AFM sem getur ekki flætt baun í bala.
hann maxast einhverstaðar rétt yfir 200hö. Sem þýðir að eftir að hann maxast, þá hættir tölvan að opna spíssanna meira(hún bara veit ekki betur), og ef maður heldur áfram að dæla lofti í gegn, þá leaner bílinn bara og BOOM.
Stefán er meira að segja með bensínþrýstijafnara sem hækkar bensín þrýsting undir boosti og er að nota spíssa sem eru um 150% stærri enn original, þannig að til að runna eins og hans bíll væri þá þyrfti MIKLU stærri spíssa til að nota bara original þrýstijafnara,. Og upplausn á spíssa opnum verður þá hreinlega verri og verri fyrir original tölvuna.
Fyrir utan það að þá er ég með þrýstings skynjara sem mælir þrýsting inní soggrein, hann getur mælt 3bör boost, sem þýðir að næstum SAMA hvað ég dæli þarna inn hann mælir það ekkert mál,
AFM er loft rúmmál mælir, hann mælir óþjappað loft þangað til að hurðin er að fullu opin, eftir það getur hann ekkert mælt. lofthita skynjarinn í AFM er til að tölvan geti reiknað "air density" eða hversu mikið af súrefni er í 1líter af lofti út frá þennslu lofts gagnvart hita.
MAF er akkúrat eins. Þeir hafa sín takmörk, enn þrýstiskynjarar hafa engin flæði takmörk bara þrýstings. Og því henta þeir alveg fullkomlega.
Ég stór efa að ég muni nokkurn tímann fara aftur í annað enn standalone,.
Ef þessi tölva gæti stýrt vanos (sem hún mun líklega gera á endanum) þá myndi ég bókað aldrei nota annað enn standalone á nokkuð sem ég væri að nota sem project,
EINA ástæðan fyrir AFM og MAF í OEM bílum er að þeir mæla í raun loftið sem fer í gegn, þannig að ef
hvarfakútur stíflast
vélin missir þjöppu og tapar smá flæði
pústið stíflast
loftsían er stífluð
eða eitthvað annað sem beint breytir loftflæðinu þá klikkar kerfið ekki,
Eins og sést hefur þegar einn setti M50 motronic 1.3 á M20 og vélin runnar FLOTT betur enn motronic 1.3 nokkur tímann. Bensín hliðin á MAF kerfi mælir loftið sem kemur í gengum MAFið alveg sama hvaða vél er bakvið, bara ef spíssar og bensínþrýstingur er sami og tölvan kom af upprunalega þess vegna aðlagast MAF kerfi að vélinni er vélin breytist og hentar því í hundruði þúsunda fjöldaframleiðslu.
MAP kerfi myndi ekki gera þetta nema vera með wideband og getað endurtjúnað sig í raun sjálfkrafa og geymt upplýsingarnar
Það var nú einn sem græddi 15hö á S38B36 með því að hlaða háspennukeflið lengur með standalone heldur enn það sem motronic tölvan sagði

, standalone FTW.
Fyrir utan það að með standalone er hægt að logga það sem er að gerast með tölvuna, það hefur sýnt sig aftur og aftur að með því að skoða það sem er að gerast er hægt að finna veikleika uppsetningarinnar á vélinni og betrum bæta þar sem að kerfið er lélegt ,
lofthiti óeðlilegur
wastegate ekki að virka sem skildi
skrýtin spíssa púlsa hegðun (sem kemur svo frá einhverju biluðum skynjara)
Ef við myndum vilja runna motronic á M20 með motronic 1.3 um og yfir 400hö, þá þyrfti að endur skrifa allann kubbinn fyrir nýja spíssa sem væru líklega 550cc eða svipað (eða 3,6sinnum stærri enn original)
svo þyrfti að skrifa inn nýja töflu fyrir loftmassa flæðimælingu úr t,d
Porsche 993 MAF, það væri í sjálfu sér ekkert djók að troða ofan í M1.3
eftir það þyrfti að ákvarða bensín töfluna t,d
í M1.3 er hún 8x8 reitir, í vems tölvunni hjá mér er hún 14x16
í m3,1 held ég að hún sé svipuð og 16x14,
það væri því FREKAR erfitt að koma öllu púlsatímum fyrir í 8x8 töflu
Svo þyrfti að búa til kveikju töflu byggða á 993 MAFinu,
og svo þyrfti að búa til töflu fyrir startup spíssa tíma (þegar er verið að starta bílnum)
svo þarf að stilla lausagangs hegðun, þ.e kveikju töflu og bensín töflu út frá 993 Mafinu,
SVO
þyrfti að stilla töfluna fyrir milligjöf (t,d þegar maður gefur hressilega í, þá þarf að dæla inn auka bensíni fyrir aukið loft sem hefur ekki verið mælt)
SVO
keyrir M1.3 á 3 og 3 spíssa uppsetningu,
það hjálpar akkúrat ekki baun að opna spíssanna 3 og 3 samann,
það þýðir að einhver spíssinn dælir ofan í opinn cylender, einn á lokaðann ventill og einn á ný lokaðann ventill, þetta gerir lausaganga erfiðari með svona stórum spíssum og skemmir líka viðbragð við snöggri gjöf.
Þetta hreinlega sýnir að M1.3 hentar ekki fyrir neitt ofar enn um 210hö.
Nema maður sé Ruben sjálfur og nenni að djöflast í original tölvunni til að fá drusluna til að ganga hálfann gang og virka undir afli.
Þetta er svona svipað vandamál og þegar menn eru að reyna skrúfa klósett á bílinn (blöndung) sem hefur fáa stillimöguleika sem þýðir að við lága gjöf er bílinn alveg við það að dæla bensíni beint útum pústið, svo við milligjöf þá loksins fer vélin að ganga hálfann gang, og við botn snúning og gjöf þá er vélin að hegða sér almennilega,
EÐA
við lágann snúning er hún frábær
miðjan ágæt
og háan hrikalega lean og við það að springa.
ÉG allaveganna myndi ekki vilja bjóða Ruben t,d til íslands til að reyna hræra í Motronic 1.3 til að fá tölvuna til að skilja nóg loft, held kallinn væri SOLDIÐ dýr í svoleiðis ævintýri
