Búinn að sitja yfir 2.7 og 2.8 breytingum,
325i blokk + hedd + stimplar(8.8:1) og 130mm stangir með 2,7 sveifarás :
Gefur um 7.5:1 í þjöppu. vandamálið er að stimpilinn situr 2mm neðar heldur enn venjulega (5mm styttri stangir) það hreinlega étur þjöppuna, 7.5 þjappa er engann veginn sniðugt, bretarnir plana blokkina og nota svo stillanlegt knastása pulley til að laga knastása tímann aftur. Þeir plana blokkina 2mm sem er það sem stimpilinn situr of neðar lega.
325i blokk + hedd + stimplar(8.8:1) 135mm stangir og 2,7 sveifarás.
stimpilinn situr inní heddinu við TDC þannig að þetta er ekki mögulegt.
hægt er að renna af stimplunum og nota þykka pakkningu til að redda málunum, ég er ekki búinn að skoða þetta nóg.
325i blokk + hedd + stimplar (8.8:1) 130mm stangir og 2,8 sveifarás :
Núna situr stimpilinn 0,5mm neðar enn original, enn þar sem að núna fer stimpilinn 4,5mm neðar þá verður þjappan í raun hærri.
Þjappan er þá 9.16:1 . Þetta er tilvalið og breytir ekki ventlatímanum.
minnkar lag, betri overall nýtni.
Var bara að taka vélina í sundur í dag og þrífa, einhver hafði ekki verið að skipta um olíu reglulega og lyktin var alveg ótrúlega VOND.
Á morgun verður blokkin máluð, ætla að reyna sandblása gráu hlutina á vélinni, yfir tímareiminni og svona, vonandi fleiri myndir á morgun og skemmtilegri. Einnig mun ég mæla vélina til að vita hvað þarf að kaupa, þ.e hringi.
reyna kíkja svo á auka heddið ef ég fæ tíma.
_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
