íbbi_ wrote:
200 wrote:
íbbi_ wrote:
eg er nú bara alvarlega farinn að spá í að skila bílnum mínum... sem er fáránlegt þar sem ég á minn eignarhlut í honum, og ekkert kreppulán í gangi, en ef verðbólgan er að koma á blússinu vill ég frekar díla við mismunin heldur en að horfa á íslenska lánið mitt rjúka upp..
....
þú getur ekki skilað inn bílnum í fyrsta lagi, í öðru lagi þá áttu engann "eignarhlut" í bílnum, geri ráð fyrir að þetta sé bílasamningur og viðkomandi fjármögnunarleiga skráður eigandi og verður það þangað til þú greiðir síðustu greiðslu.
Þeir taka ekki við bílnum og þú semur um mismun, mun aldrei gerast.
ég þekki þetta af því að ég vinn við þetta

núnú.. hvaða peningur er þetta þá sem maður borgar á mismun? það eru ekki allir bílar á 100% lánum..
Er þetta ekki bara spurning um hugtakanotkun, altso hvað sé "eignarhlutur"? Þegar um er að ræða bílasamning þá er lánveitandinn skráður eigandi bílsins - alveg 100%, óháð upphæð samningsins. Því má segja að ef lánveitandinn lánar 70% af kr. 1.000.000,- bíl þá eignast lánveitandinn bílinn fyrir kr. 700.000,- sem hann greiðir í upphafi viðskiptanna. Það er síðan í gildi samningur á milli ykkar upp á það að þú getir eignast þennan sama bíl fyrir kr. 700.000,- + vexti og þú megir nota hann meðan það ferli er í gangi.
Því "á" maður í raun ekkert í bílnum meðan samningurinn er í gildi, en hinsvegar þá væntir maður þess að þegar upp er staðið og samningurinn greiddur þá sé söluverðmæti bílsins hlutfallslega hærra sem nemur þeim hlut sem maður sjálfur lagði til í upphafi. Sama gildir svo ef maður selur hann áður en samningurinn klárast, þá væntir maður þess að kostnaðurinn við að greiða upp lánið verði lægri en söluverðmæti bílsins sem nemur þessum hlut.
Maður er því með eðlilegar væntingar um að geta selt einhverjum öðrum aðila bílinn fyrir hærri upphæð en sem nemur samningnum og fá þá þann mismunn í vasann. En ef maður skilar hreinlega bílnum til lánveitandans (ef hann er yfir höfuð til í þann pakka) þá er maður að fyrirgera rétti sínum til þessa mismuns þar sem lánveitandinn er 100% eigandi bílsins. Allt annað er samningsatriði en ég sé ekki af hverju lánveitandinn ætti að standa í því að greiða út einhvern mismun ef hann þarf sjálfur að sjá um að selja bílinn svo - nema þú sért til í að skila honum inn og fá eitthvað hlægilega lítið til baka í samanburði við það sem lagt var út í upphafi og lánveitandinn sjái gróðatækifæri í þessu. Sé það scenario þó varla fyrir mér.