Jæja hef aldrei gert þráð hérna um þennan bíl og er kannski kominn tími til!
Hann byrjaði ævi sína sem 318iA

Leit svona út einusinni þegar ég ætlaði að selja hann, var þá með m40b18 og var orðinn beinskiptur.
Svo fannst mér vélin orðin slöpp þannig að ég fór að leita að bíl sem ég gæti fengið vél úr...
fyrir valinu varð vél úr 97 módel af 320i og á þeim tíma vissi ég ekki hvað immobiliser var, vélin var sett í og reynt að starta en hún þjappaði lítið sem ekkert og dæmd ónýt.
Þá var farið af stað og keyptur donor bíll sem var 525iA árgerð 92 ekinn um 100þ mílur.
vélin rifin úr og skelinni hent

Notaði pönnu og sump af m52 vélinni, þurfti að breyta um stað á dipstickinu og nota mótorfestingar af E36 vélinni.
gírkassann sem var í, nýja kúplingu, swinghjól úr 320i.
Setti í gang og bíllinn haggaðist ekki, þá er víst munur á kúplingsgafflinum og hann þurfti að panta nýjan í bogl og rífa kassann úr og setja í.
keypti m-tech balansstangir.
og 6 cyl dempara
í pústið var notað flangsa úr 320i og er tvöfalt að drifskapti og þá tekur við cat-laust 2 1/2" sem er með einni túpu og opnum hljóðkút.
keyrði bílinn nokkuð stútaði nokkrum drifum, beygði drifskaft osfv...
Leikdagur 8 júní


Er búinn að sanka að mér hlutum sem eiga að fara í núna sem fyrst og það eru diskabremsur úr 325i að aftan og framan, stóra drifið úr 325i og OBX læsing sem var keypt þegar ég var úti í USA.
Kom heim frá usa og fyrir versló ætlaði ég að færa bílinn...
Startaði og svo kom hvellur og allt fast, þá taldi ég mótorinn ónýtan.
Þjöppumældi og fékk furðulegar niðurstöður.
Svo ætlaði ég að lána vélartölvuna og opnaði hólfið sem hún er í, tók tölvuna úr og þá var hún FULL af vatni, reyndi að þurrka hana og prófa, en allt kom fyrir ekki.
Þá fékk ég lánaða tölvu úr 325i en samt ekki rétta tölvu því að ég er með NON-vanos vél en þessi tölva var úr VANOS bíl.
bíllinn rauk í gang.
Fór svo í dag í vöku og fékk tölvu úr 320i 91 á 2000kall sem er með M3.1 sem ég er með og skipti kubbnum úr gömlu tölvunni minni í stað þess gamla.
Hérna eru myndir af því og ég þakka Gunna GStuning fyrir að koma með þessa brilliant hugmynd.
Hérna er eitthvað lóðað á tölvuna sem ég fékk sem var ekki á hinni, vona að þetta skipti ekki máli.

Maður tekur eftir hæðina af með því að smella aftari hlutanum upp og efsta röðin af pinnum er færð niður með skrúfjárnum og svona því að þetta er fest í haki.

Númerið á tölvunni er ekki það sama og á hinni 403 í stað 402 en eiga bæði að vera M3.1


Hérna eru vatnsskemmdir í gömlu tölvunni, hún var eiginlega mjög illa farin

Kubburinn er festur niður með plasthlíf og þarf skrúfjárn í götin á henni til að smella henni af

Svo er kubburinn varlega pillaður upp, mælt er með því að hafa tölvuna jarðtengda á meðan þetta er gert...

Svo er efri hæðinni bara smellt í
