bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Mon 19. May 2025 22:09

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 11 posts ] 
Author Message
PostPosted: Sun 08. Dec 2002 21:28 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Jæja félagar.

Ég (Sæmi) og Gunni Lorenz erum búnir að vera að spjalla svolítið saman og búnir að móta stefnu fyrir klúbbinn svona í bili.

Við ætlum að vinna að því að láta gefa út félagsskírteini fyrir meðlimi í klúbbnum, sem myndi þá verða til þess að við gætum fengið afslátt hjá B&L og fleirum. Ég fer á fund með kynningarstjóra B&L þann 11.12. að ræða þau mál.

Til að viðkomandi geti gerst félagi, þurfum við að fá eftirfarandi upplýsingar:

Fullt nafn, kennitala, sími, email og heimilisfang. Ásamt því viljum við að menn gefi lýsingu á BMW ökutæki sínu (ef þeir eiga slíkt). Sendið þessar upplýsingar á skraning@bmwkraftur.com . Þetta verður sett inn á sér hluta á vefnum, þar sem allir félagar verða listaðir upp ásamt lýsingu á bílnum og mynd. (Svo væri einnig góð hugmynd að hafa mynd af félögunum líka, svo maður þekki nú hvorn annan þegar maður mætir félaganum.. ekki bara bílnum :roll: )

Það er verið að vinna að þessarri uppsetningu og þegar hún verður komin á hreint verður þetta sett upp í einum grænum. Þannig að það væri frábært ef þið félagar tækjuð ykkur til og settuð saman smá lista yfir bílana ykkar, hvað er búið að gera við þá, búnað osfrvs. Gunni er búinn að senda inn póst um þetta áður og þetta er bara svona til að ýta á eftir mönnum að senda upplýsingarnar til hans.

Þegar þetta verður svo tilbúið og menn hafa skráð þetta hjá okkur, fá þeir væntanlega útgefið félagsskírteini. Við stefnum að því að hafa þetta ókeypis í byrjun, færast ekki of mikið í fang í byrjun, en stefna svo að því að klúbburinn verði öflugri síðar þegar meiri reynsla er komin á þetta. Þá yrðum við jafnvel með árgjald og meðlimir í BMW Europa, sem sagt alvöru félagssamtök.

En svona í fyrstu ætlum við að einbeita okkur að því að betrumbæta vefinn, ásamt því að standa fyrir samkomum líkt og verið hefur.

Ásamt því að setja inn á vefinn okkar safn með upplýsingum um bíla meðlima, myndir og texta sem lýsa gripunum, munum við svo gera smá útlitsbreytingar á vefnum og endurskoðun á spjallflokkum (bæta við bilanadálki, sponsor-linkum ofl).

Varðandi samkomur, þá ætlum við að hafa grillpartí snemma á næsta ári til að byrja með. Húsnæðið er til staðar, bjórinn er ekkert að fara og við alltaf jafn hressir.

Með kveðju

Gunni og Sæmi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 08. Dec 2002 22:29 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 30. Aug 2002 22:04
Posts: 1505
Location: Seltjarnarnes
Flott mál. Það væri samt ágætt að vita hvert á að senda þessar upplýsingar.

_________________
C32 AMG Carlsson
Toyota Land Cruiser 80
Subaru Impreza GX - beater!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 08. Dec 2002 22:50 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
Þetta er hið besta mál og ekki vantar áhugann á þessu. Þurfum bara að koma upp almennilegri meðlimaskrá sem fyrst svo það sé hægt að græja kortin.

Svo er nokkuð augljóst að ársgjald borgar sig fljótt upp ef maður er á fá afslátt hér og þar út á klúbbinn (auk annarra fríðinda).

Bíð spenntur eftir grillinu...og bjórnum :mrgreen:

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 08. Dec 2002 23:06 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 14. Sep 2002 18:05
Posts: 2837
Location: Reykjavík
Heyrðu þetta er flott mál, þá er bara að fá að vita hvert maður á að senda þessar upplýsingar.

BMW 735i e23
BMW 745i e23


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 08. Dec 2002 23:13 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
Þetta er frábært :)

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 08. Dec 2002 23:23 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 30. Aug 2002 19:47
Posts: 3939
Location: London
hehe auðvitað gleymdist það :oops: sendiði bara á skraning@bmwkraftur.com


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 09. Dec 2002 00:02 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Wed 20. Nov 2002 23:38
Posts: 476
Location: Akureyri
Mæli með þessu og endilega að vera með í alþjóðafélaginu, er það er hægt.

_________________
2002 árg 1969 rip
2002 árg 1971 rallýbíll (læknabíllinn) rip?
2000CA árg 1968 í langtímahvíld.
735i árg 1980 seldur.
318i árg 1989 seldur.
540i árg 1996. Frábær vagn. Seldur.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 09. Dec 2002 01:15 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Ég verð að segja ég er rosalega ánægður með hvað þessi klúbbur er að vaxa,

Ég er með tillögu að við sem kúbbur reynum að setja um góðan gagnagrunn fyrir bílanna okkar, þá viðgerðir, aðferðið, tæknilegar greinar, leiðbeiningar, uppfærslur, og bara helst allt sem kemur bmw við sem mekanískur hlutur,

T.d gerði ég dauðaleit eftir því hversu margar tennur er á crankinu á 325i e30, ég þurfti þetta til að segja smt6 á bílinn hans stefáns, ég fann í staðinn mjög mikið af upplýsingum, frá einhverjum rúsneskum site,
Þar fann ég wiring diagrams fyrir þó nokkra bíla, einnig bilana leitir og fleira en það var á rússnesku þannig að það var í raun ekki hægt að nota þær, en wiring var á ensku, ég fann ekki fyrir bílinn minn, en fann fyrir flesta aðra bimma, svo veit ég helling um e30 bílanna, og það sem að þeim viðkemur, ég veit um góða síðu á e30.de sem inniheldur öll drifhutföll sem voru í e30 og í hvaða e30 þau voru, svo lika mjg tæknilegar upplýsingar eins og kveikjan við tdc og alskonar aðrar upplýsingar, það er svo rosalega auðvelt að gera við bílinn sinn með réttar upplýsingar,

T.d Electronic Troubleshooting Manual geisladiskurinn hann væri gullsígildi, drauma hlutur að eiga,

Og fleira í þessa átt, eins og haynes bækurnar, og bentley bækurnar, það er svo gott að nota þær þegar er verið að gera við,

Ég er mjög fylgjandi stefnunni sem hefur verið ákveðinn fyrir klúbbinn, mér finnst að við ættum allir að taka okkur til og skrifa tæknilegar greinar þegar við höfum gert eitthvað í bílunum okkar, t.d skipt um dempara, röð aðgerða og þannig, hvaða parta á að kaupa, og kannski númerinn með ef menn geta,

Ég man á www.bmwe30.net að þar voru rosalega margar svoleiðis greinar, og mjög gaman að fletta í gegnum þær,
t.d hvernig á að búa til one touch window switch, og fleira,

Ég er alveg tilbúinn að skrifa greinar um tjúningar og það sem þeim viðkemur, allt frá síum uppi mína bestu kunnáttu, því að ég vil að íslenskir bmw eigendur séu upplýstir um allt sem viðkemur að eiga
The ultimate driving machine, og geti ákveðið hagi bílsins síns eftir því sem að þeir vilja með hann gera, t.d það setur enginn veltibúr í bíl ef ekki á að keppa, nema að það sé keppni í að eiga flottasta sýninga bílinn,

Þannig að menn byrjið að leita að öllu sem þig getið um bmw-a og senda gunna linka eða texta,

t.d fann ég eitthvað um 745i fyrir sæma um daginn en er nú búinn að týna því, held að ég hafi fundið það á turbo bimma síðunni evrópsku.

Ég veit að sumir luma á einhverjum bókum um viðgerðir og svoleiðis og það væri flott að koma þeim upplýsingum á netið fyrir alla.

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 10. Dec 2002 21:43 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 30. Aug 2002 19:47
Posts: 3939
Location: London
ég er kominn í samband við BMW club europa, og hef fengið fyrstu gögn um skilyrðin og annað slíkt. vildi bara láta ykkur vita. Hérna koma svo smá skilaboð frá þeim í Club Europa:

We wish all BMW enthusiasts in Iceland a "Merry Christmas" and a "Happy New Year"

kveðja, Gunni


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 10. Dec 2002 22:04 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Ég er alveg sammála Gunna GS, með að koma upp gagnabanka.

Ég er með slatta af texta og myndum, aðallega varðandi turbo dæmi sem ég hef viðað að mér í gegnum árin, tekið af netinu.... bara bíður eftir að verða sett upp á server. Þetta tekur bara svo mikið pláss, 50-100 mb að ég hef ekki getað sett þetta upp á síðuna mína!

Það var einmitt flott að fá þennan póst frá þér um daginn varðandi 745i dæmið, frábært þegar menn eru að miðla svona fróðleik

Sæmi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 13. Dec 2002 21:10 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 30. Aug 2002 19:47
Posts: 3939
Location: London
bump...


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 11 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 7 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group