BMW 520iA '91 m50
Til sölu er þessi eðalvagn.
Svartur
Topplúga
Hiti í sætum
Armpúðar
og svo þetta venjulega samlæsingar, rafmagn í rúðum framí.
Bíllinn er ekinn rúma 240þkm en ég skipti um mælaborð í honum seinasta sumar og sett í hann mælaborð sem var "ekið" aðeins meira, það stendur því 250þkm í borðinu.
Ég er búinn að eiga þennan bíl í um ár. Mjög þægilegur bíll í alla staði. Eitt og annað sem ég hef skipt um.
Ventlalokspakkning
Bremsuklossar framan og aftan
Kerti
Nýr rafgeymir
Skipti um fjöðrun að framan og aftan (tekið úr öðrum bíl, aftur gormar og demparar voru nánast nýjir), framan alveg fínt.
Skiptingin á að hafa verið upptekin en fyrir því eru engar sannanir, skiptingin virkar fínt.
Þegar ég keypti hann var nýlega búið að skipta um allar stífur og spyrnur að framan.
Mjög nýleg heilsársdekk, þ.e. ónegld M+S dekk eru undir bílnum.
Þetta er lítið búið að bila, búinn að keyra bílinn um 20þkm.
Hann eyðir mjög litlu hjá mér, undir 12l/100km. Bíllinn eyddi um tvöfalt meira á tímabili en nokkrir samverkandi þættir ollu því. Föst bremsudæla, bilaður loftflæðiskynjari, léleg kerti o.fl. (viðhald sem kom fljótt til baka)
Bíllinn er farinn að láta á sjá en heldur þó reisn sinni því ég sýni honum þá virðingu sem hann á skilið. Ryð hér og þar en allt yfirborðsryð, Leiðinlegast er dæld í síls bílstjóramegin. Að innan er bíllinn virkilega huggulegur.
Þetta er ekki bíll sem maður fer út á braut á en hann er fínn í flest annað.
Skoðaður '07
Verð 115þús ISK eða €950
Ekkert áhvílandi
engin fjármögnun í boði
(mögulega geta menn tekið 2x útaf kreditkorti í hraðbanka og fjármagnað þannig

)
Uppl.: EP / S: 895 7866
