það má finna ýmislegt á netinu um 'import' af bíl til Dk.
t.d.
http://bilimport.tkrath.dk/
Þegar ég bjó í Dk í 6 ár fyrir nokkru borgaði sig engan vegin að flytja bíl með frá Íslandi ... þó nokkrir hafi gert það .. og svo bara keyrt á ísl. plötunum.
Það er ílla séð af dönunum þar sem þeir eru að borga himinhá gjöld af beyglunum sínum og líða ekki að aðrir séu að rúnta um á erlendum plötum til lengdar. Það má vera að einn og einn íslendingur hafi sloppið með að keyra þarna á íslenskum plötum í lengri tíma, en ef þú kaupir bíl frá Þýskalandi og reynir að nota hann, verðurðu klagaður strax.
Þá færðu heimsókn af starfsmanni 'Told&Skat' og með honum verður svo sem einn lögregluþjónn ... þú getur svo ímyndað þér restina
Þeir húðfletta þig á staðnum og strekkja skinnið á húddið á beyglunni öðrum til viðvörunar .. eða þannig
Sjá annars vefsíðu Told&Skat :
http://www.toldogskat.dk/
Þarna er meira segja FAQ um innfluting bíla.
Keyptu þér bíl á dönskum plötum ef þú ætlar að nota hann í Dk. Keypt'ann í þýskalandi stuttu áður en þú kemur heim, ef þú ætlar að flytja hann hingað.