O.Johnson wrote:
Mín hugmynd er að annað framhjólið hafi bara verið í spóli en hitt ekki, en við það
verður gífurlegt álag á mismunadrifið. Það hitnar mjög mikið og þegar það
kólnar getur það gróið fast og verður eins og 100% læst drif, sem gerir það að
verkum að þegar beygt er þá myndast svo mikið álag á drifið að það einfaldlega
splundrast.
trallala, transfare caseið er boltað aftan á gírkassann (græjjan sem splittar
aflinu á milli fram og aftur hjólanna) úr þessu transfarecasei koma tvö
drifsköft, annað frammí og hitt aftur í.
Framdrifin á iX er opið drif þannig að það er mjög eðlilegt að bara annað
framdekkið snúist þegar þú ert að þjösnast svona á bílnum og reyna að
spóla að framan, aftur á móti er læst drif að aftan.
Ertu viss um að framdrifið sé brotið,,, beygðiru ekki bara ventil eða
einhvern andskotan þegar þú varst að þjösna hönum ?
Framdrifið í iX liggur undir og hliðin á olíupönnuni, ef að það hefur
brotnað svona rosalega er allveg möguleiki á því að það hafi
farið járna rusl úr drifinu og inní blokk vegna þess að olíupannan
er frekar viðkvæm...
Sullaðist olía niðrúr vélinni þegar hann dó ?