bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Tue 06. May 2025 11:51

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 72 posts ]  Go to page 1, 2, 3, 4, 5  Next
Author Message
 Post subject: E38 750i 1997
PostPosted: Thu 03. Apr 2008 19:20 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Sat 24. Feb 2007 20:22
Posts: 140
Location: Akureyri
Ég er líklega búinnn að gera grín að honum Ingimari vini mínum í sléttan áratug út af BMW eigninni hans og oft höfum við gert okkur glaðan dag um að ræða kosti og galla framhjóla og afturhjóladrifs. Þið getið því ímyndað ykkur hvað hann varð glaður þegar ég tók þennan forláta 750i upp í Toyotu sem ég átti (og já ég fékk smápening með...).

Bíllinn sem umræðir er dökkgrænn, 750i (e38) framleiddur 10/1997 og fyrst skráður úti 26.11.1997 og kom til Íslands 17.03.2003 þá keyrður um 158.000km. Síðan þá er búið að bæta tæpum 100.000km við (stendur í 252.000km) og hann er búinn að vera skráður á 14 aðila, þar af 8 fjármögnunarfyrirtæki.

Þetta virðist vera alveg sæmilega útbúinn sjöa með síma (framí og afturí), pjattljós afturí, DSC, lúgu, leðri (grænt), aðgerðastýri, ECC (tvískipt), 17" felgur, streptronic 5 þrepa sjálfskipting, hiti í fram og aftursætum, rafmagn í framsætum, Xenon ljós, þokuljós, cruise control, vasaljósi í hanskahólfi, dráttarbúnaði og ýmsu öðru nauðsynlegu dóti. Aðalmálið í þessum bíl er samt í mínum huga v12 vélin sem á að skila 326hp og 490Nm í togi. Bara eitt orð um það að segja: "Vá!".

Hann var reyndar ekki búinn að vera í minni eigu nema nokkra klukkutíma þegar vandræðin byrjuðu, þjófavörnin fór í gang í tíma og ótíma. Líklega var hann bara að væla yfir því að ég skyldi ekki Þýsku nógu vel eða hann saknaði fyrri eigenda sinna. Raunin varð hins vegar sú að sparað hafði verið til rafgeymakaupa í desember 2005 og var 95Ah geymirinn orðinn slappur (innan við 75% af uppgefnum straum) og var honum skipt út fyrir 110Ah geymi. CD Changer portið á kassettutækinu reyndist svo líka bilað þegar það átti að tengja Dension Ice>Link við til að hooka upp iPod þannig að því var hent og sett Alpina iPod-ready tæki í staðinn (CDE-9881).

Bíllinn var á Akureyri þegar ég keypti hann og á leiðinni suður s.l. sunnudag var frekar slæmt færi á Öxnadalsheiðinni og lenti ég í því að þurfa að stoppa vegna blindu þegar snjóruðningstæki mætti mér á leiðinni upp í brattasta kaflanum. Þá dugðu ónelgdu vetrardekkin ekki, enda ekki stætt í brekkunni, og það tók mig talsverðan tíma og lægni að koma mér af stað aftur. Í stuttu máli: Steptronic í 3ja þrep og DSC af og litla táin á bensíngjöfina, þetta hafðist með þolinmæðinni. Eyðslan á leiðinni var samt alveg ágæt eða 10,4L/100km sem er magnað fyrir tveggja tonna bíl með svona vél, enda hægt að krúsa á 1500rpm á 100km/klst sem telst ekki slæmt. Ég er sannfærður um að það má ná henni neðar þegar maður lærir inn á bíl/vél/skiptingu.

Hvernig er hann svo m.v. aðra bíla sem ég hef átt? Tja, hann drífur ekki jafnmikið og Toyota Land Cruiser 80 á 44" dekkjum (döh), sætin eru ekki alveg jafnþægileg og í Volvo S60 (amk framí en betri afturí!) en ég hef aldrei átt bíl áður sem er yfir 200 hp hvað þá yfir 300hp! Það sem er hins vegar svo skemmtilegt við þennan bíl er að stundum er hann svo ógurlega ljúfur og bara mjög gaman að krúsa á 50km/klst en svo fellur gríman annað slagið og geðsjúklingurinn losnar úr spennitreyjunni ef maður stígur of fast á bensíngjöfina.

Ég tók fyrstu bónsession mína í tvö ár í gærkvöldið, enda á þessi bíll skilið að fá bón (og eigandinn Thule) og því myndatakan ekki alveg komin af stað ennþá en þessar myndir tók ég þegar ég kom frá Akureyri á sunnudaginn frá Akureyri út á Gróttu:
Image

Image

Image

Image


Það á svo að taka þriftörn um helgina og þá detta vonandi fleiri myndir inn á vefinn.

Ég greiddi svo félagsgjaldið í BMWKraft í dag og aldrei að vita nema maður komi til með að eiga þennan bíl eitthvað áfram...

_________________
Enginn BMW


Last edited by trigger on Wed 30. Apr 2008 11:58, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 03. Apr 2008 19:24 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Sun 26. Dec 2004 23:35
Posts: 682
átti kall sem heitir benni hann ? og stóð lengi vel uppá toyota ?

_________________
BMW 325i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 03. Apr 2008 19:25 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Sat 24. Feb 2007 20:22
Posts: 140
Location: Akureyri
lulex wrote:
átti kall sem heitir benni hann ? og stóð lengi vel uppá toyota ?


Alveg hárrétt hjá þér. Og sá Benni einmitt safnar svona LC80 dollum eins og ég átti. Hann á tvær núna en ég þekki auðvitað líka menn sem eiga 2 BMW-a :twisted:

_________________
Enginn BMW


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 03. Apr 2008 19:27 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Sun 26. Dec 2004 23:35
Posts: 682
Já okay...

já ég var buinn að skoða þennan bil hellviti oft uppá toyota og ef mig minnir rétt er nýlega búið að skipta um allt i hjólabúnaði og eithva bla bla bla bla....


til hamingju með þennann :wink:

_________________
BMW 325i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 03. Apr 2008 19:28 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 28. Jun 2005 23:13
Posts: 12513
Location: Bitch viltu dick?
Til hamingju með BMWinn ... its no turning back eftir þett get ég lofað þér ;)

Virkar sem mjög flottur og ríkulega útbúinn.

_________________
Fullt af CF sem rúllar


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 03. Apr 2008 19:29 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 09:13
Posts: 5727
Location: Mosfellsbær
Þolinmæðin þrautir vinnur allar! Þetta hafðist hjá mér á endanum. ;-)

Velkominn í Kraftinn og til hamingju enn og aftur með vagninn!

_________________
Ingimar
E30 318i Krókurinn (Barnfind in the making)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 03. Apr 2008 19:30 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
þessir E38 bílar eru ljúfari en alveg langflest annað.. en ég vona að þinn komi til með að bila minna en minn gerði, flottur bíll, góður litur, ég væri vel til í sona 12cyl e38

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 03. Apr 2008 19:31 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Sat 24. Feb 2007 20:22
Posts: 140
Location: Akureyri
lulex wrote:
já ég var buinn að skoða þennan bil hellviti oft uppá toyota og ef mig minnir rétt er nýlega búið að skipta um allt i hjólabúnaði og eithva bla bla bla bla....


Jú passar, það eru nýlegar nótur fyrir öllum slithlutum í framhjólabúnaði í hanskahólfinu (við hliðina á vasaljósinu...). Reyndar hélt Benni að þetta væri 750iL bíll sem segir mér að hann veit meira um LC80 en BMW :lol:

_________________
Enginn BMW


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 03. Apr 2008 19:33 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Sun 26. Dec 2004 23:35
Posts: 682
trigger wrote:
lulex wrote:
já ég var buinn að skoða þennan bil hellviti oft uppá toyota og ef mig minnir rétt er nýlega búið að skipta um allt i hjólabúnaði og eithva bla bla bla bla....


Jú passar, það eru nýlegar nótur fyrir öllum slithlutum í framhjólabúnaði í hanskahólfinu (við hliðina á vasaljósinu...). Reyndar hélt Benni að þetta væri 750iL bíll sem segir mér að hann veit meira um LC80 en BMW :lol:



ójújú, heyrði að hann hafi bara tekið þetta uppí annað bíl....

maður sér hann bara blasta um á þessum ofurblöðru LC sýnum :P

_________________
BMW 325i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 03. Apr 2008 19:37 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Sat 24. Feb 2007 20:22
Posts: 140
Location: Akureyri
íbbi_ wrote:
þessir E38 bílar eru ljúfari en alveg langflest annað.. en ég vona að þinn komi til með að bila minna en minn gerði, flottur bíll, góður litur, ég væri vel til í sona 12cyl e38


Hehe, já ég las einmitt hryllingssöguna þína áður en ég ákvað að taka þennan. Mér bauðst líka 523i (1999) uppí sem hefði e.t.v. verið skynsamlegri kostur en skemmtun (og grænkan) sigraði að lokum... stundum er líka gott að eiga góða vini sem bitch-slappa mann og segja: "Taktu sjöuna!" (takk IAR ;)).

_________________
Enginn BMW


Last edited by trigger on Thu 03. Apr 2008 19:43, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 03. Apr 2008 19:40 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Sat 24. Feb 2007 20:22
Posts: 140
Location: Akureyri
lulex wrote:
ójújú, heyrði að hann hafi bara tekið þetta uppí annan bíl....


Já hann tók þennan bimma upp í Patrol, þó skárra að hafa BMW á planinu en Patrol... munar líka svona 450 hestöflum á þeim.

_________________
Enginn BMW


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 03. Apr 2008 19:42 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Sat 24. Feb 2007 20:22
Posts: 140
Location: Akureyri
einarsss wrote:
Til hamingju með BMWinn ... its no turning back eftir þetta get ég lofað þér ;)


Takk, takk, sennilega dýr fíkn sérstaklega þegar maður byrjar á "öflugum" enda. Það gæti alveg orðið spurning um grundvallarmannréttindi að eiga v12.

_________________
Enginn BMW


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 03. Apr 2008 19:48 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 22. Mar 2005 12:31
Posts: 1770
Location: Vesturbæ Reykjavíkur
Til hamingju með bílinn e38 12cyl er alveg í lagi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 03. Apr 2008 20:23 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 18. May 2004 03:33
Posts: 15561
Location: Keflavík
hehehe.... VONA ÞÍN VEGNA að bensínverð fari að lækka á næstunni :lol:

En flottur vagn... innilega til hamingju með að vera kominn í hóp alvöru karlmanna :!:

_________________
Owner of: Anax Tuning IvS
Danmark
--------------
99' BMW E36 330i Turbo - 634whp/781wnm
ImolaRot
--------------
04' Ford F550 6.0 Powerstroke - ???hp/???nm
ImolaRot
--------------
06' BMW E61 535d - 442hp/871nm
Spacegrey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 03. Apr 2008 20:28 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Sat 24. Feb 2007 20:22
Posts: 140
Location: Akureyri
Angelic0- wrote:
hehehe.... VONA ÞÍN VEGNA að bensínverð fari að lækka á næstunni :lol:


Miðað við það sem ég keyrði áður þá er þetta allt í plús ;) bæði ódýrari lítri og færri lítrar á 100km... bara að græða.

_________________
Enginn BMW


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 72 posts ]  Go to page 1, 2, 3, 4, 5  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: Google [Bot] and 9 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group