jæja ég var orðinn þreyttur á þessi benz drasli þannig að ég splæsti í einn M5 og sé ekkert eftir kaupunum því þetta er ömulega skemmtilegur bíll
en þetta mun vera 91´eitthvað svartsans með gráu leðri topplúgu rafmagn í öllu og hiti einhverjar brjálaðar græjur sem ég kann ekkert á og að sjálfsögðu læstu drifi þannig að það er endalaust gaman á þessu

og 3.6 vélinni sem virkar alveg eins og skyldi já og síðan eru 17"rondell undir honum þannig að hann lúkkar alveg "ásættanlega"vel út

það er soldið skrítið að hlakka til að fara út að keyra í staðinn fyrir að hlakka til að komast út úr bílnum eins og áður var,en ykkur er velkomið að kaupa bensann af mér því mig vantar pening til að eyða í kellingar og áfengi (er svo dýrt að halda þessu uppi)
ég reyni að skella inn myndum af honum við fyrsta tækifæri en mynda´vélin mín er í ótímabæru sumarleyfi þannig að ég er hálfráðþrota

,en ég held að ég hafi rekist á eitthvað af kraftsmeðlimum í umferðinni á milli botngjafa

en þetta er TE-802 einhver hérna ætti að kannast við hann
pics in a few minutez
kv.BMW_Owner
