elli wrote:
bebecar wrote:
Ómar bróðir hans Loga hér á spjallinu á bílinn í dag - allavega síðast þegar ég vissi (Ég fékk bílinn frá Loga).
Það er búið að gera slatta fyrir bílinn og ég býst við að hann hafi það huggulegt í bílskúr. En best er að þeir bræður geri grein fyrir endurbótum.
Mér var boðið í bíltúr síðasta sumar ef ég man rétt en var því miður á leiðinni út á land og náði ekki að þiggja túrinn...
Vona að ég fái hann bara næst. Bara svalur bíll sem ég sakna mikið. Myndi miklu frekar vilja annan svona en E30!
Þetta er vel mælt
Hehe - fer bara ekki af því. Þessi bíll kom stanslaust á óvart. Driflæsing og örlítið meira afl er bara það sem svona gripur þarf.
Munurinn liggur í mjög furðulegum hlutum sem flestir pæla líklega aldrei í. Vöðvastýrið var ég alveg að fíla, farþegarýmið, þó lítið sé nýtist frábærlega og aftursætisfarþegar voru alltaf ánægðir með það að geta horft út um framrúðuna (yfir höfðu bíltjórans - en margir eldri bílar voru með þessari uppsetningu á sætum) Eitt sem líka var sláandi var hve hljólátur bíllinn var á mikilli ferð - ég ætlaði ekki að trúa að svona gamall bíll truflaði t.d. minna hvað vindgnauð varðar en flest allir nýrri bílar (enda lágur, mjór og lítill).
Svo var bara stuð að keyra þetta - fílíngurinn í topp.
Alpina B6 E21 væri klárlega hinn fullkomni E21 og þá auðvitað með Touring bensíntank
