Jæja, það er nú orðið svo langt síðan maður uppfærði þráðinn hjá sér
Mér datt í hug að henda inn nokkrum myndum af nýjustu vitleysunni. Seinasta sumar þá fannst mér bíllinn svo helvíti svagur á Akstursbrautinni og þá fóru vangaveltur í gang hjá mér að fara að endunýja fjöðrunarkerfið. Ég skellti nú bara saman því sem ég átti til þegar ég var að gera upp bílinn. Mtech fjöðrun og demparar að undanskyldum Cabrio framgormum sem eru að gera ágætis hluti. Einnig voru fóðringar og annað slíkt orðið slappt hjá mér.
Ég ætlaði fyrst að versla mér IE Stage III gorma og Koni dempara en svo þegar ég fór að skoða þetta betur þá auðvitað finnur maður eitthvað annað

. Ég fór aðeins að skoða coilover kerfi, missti af H&R rétt notuðu kerfi í USA og því fór maður svona að skoða betur í kringum sig. Datt þá inn á Ground Control kerfið sem margir í USA eru að nota, þetta virðist vera mjög solid kerfi og allir sem ég hef lesið þræði eftir tala tiltörulega vel um það.
Kerfið er ekki það dýrasta en hins vegar engan vegin það ódýrasta.
Ég keypti sem sagt Coilover kit að framan og aftan. Með 450/650 dreifingu á stífleika á gormunum. Hægt að fara í þúsund mest að aftan en það er víst eitthvað rosalega stíft. Pantaði mér svo stillanlega Koni dempara með þessu ásamt nýjum álmounts með poly fóðringum fyrir demparana að aftan. Ég keypti mér svo IE Camber plötur einnig, það hefur ekki verið með sérstaklega vel með GC camber plötunum
Og já, kannski vert að minnast á það líka að Winkelhock stólarnir mínir eru loksins komnir til landsins eftir góða geymslu í Danaveldi. Farþegastóllinn lítur alveg mint út, en bílstjórastóllinn þarf að fara í smá lýtaaðgerð, aðallega laga stuðning á hliðum bara. Ekkert stórt, en ég vil bara hafa þetta alveg 100%.
Hendi inn nokkrum myndum.
Voðalega spenntur að fá pakka
Herleg heitin komin upp úr kassanum.
Coilover dótið vel pakkað inn
Dempararnir
Camber plöturnar
Ströttarnir komnir úr.
Svo verslaði ég líka smókuð stefnuljós, kemur mjög vel út.
Svo verslaði ég líka nýjar fóðringar í spyrnurnar. New vs Old
Tannlaus að framan
Svo smá mynd af Winkhelhock dótinu
Ég er svona að gæla við að ná jafnvel að koma þessu saman fyrir Bíladaga, maður sér bara hvernig það fer. Missi mig svo sem ekkert ef það næst ekki, er alveg til í að vera bara áhorfandi líka.
En það á svona eitt og annað eftir að koma í viðbót, kem með annað update kannski fljótlega
