grettir wrote:
Ég er með íbúðalán í íslenskum krónum sem hefur hækkað um tvær milljónir á tveimur árum vegna verðtryggingar.
Þessar tvær milljónir eru ekkert að fara, heldur koma til með að safna vöxtum um komandi ár með tilheyrandi kostnaði fyrir mig og mína fjölskyldu. Og það á bara eftir að bætast við þær.
Það sem myndi minnka eftirspurn eftir erlendu fjármagni væri afnám þessarar fáránlegu verðtryggingar sem er ekkert annað en rányrkja af verstu sort.
Með lán í erlendri mynt getur maður alltaf beðið og vonað að krónan jafni sig - tekið smá áhættu. Ef maður þolir tímabundnar sveiflur (nokkra mánuði, jafnvel ár), þá borgar það sig alltaf að vera með lægri vexti og óverðtryggð lán. Þá er ég að tala um íbúðalán til margra ára. Ég skil vel að langtíma sveiflur fari ekki vel í bílalánin.
Áhætta er ástand sem getur farið á hvorn veginn sem er.
Það er enginn áhætta með verðtryggingu. Maður er alltaf í djúpum skít - allir vita það og enginn gerir neitt í því og þessi gagnslausu jakkaföt sem gaspra á þingi gera ekki nokkurn skapaðan hlut.
erlend lán vs verðtryggð eiga að vera jöfn til lengri tíma svo lengi sem einhver fer ekki inn í grunnmyntina og skekkir hana til skamms tíma eins og jöklabréfin gerðu. Þannig að til lengri tíma skiptir engu hvort þú skuldar isk+verðbætur eða erlent....... EF þú hefur enn efni að borga afbornair á lánstímanum.
MÁLIÐ ER NEFNILEGA að
- Verðtryggð lán verða afturþung, þ.e. höfuðstóllinn hækkar en næsta greiðsla hækkar ekkert svo mikið í hárri verðbólgu
-Gengistryggðlán eru framþung, þ.e. ef gjaldmiðillinn hækkar um 30% á 2 vikum hækkar næsta greiðsla um 30%, og þar skilur á milli.
Sumir hafa bara ekki greiðslugetu í 30% hærri afborgun, á meðan verðtryggða lánið hækkar bara um 2-3% max í næstu afborgun.
Ef maður tekur dæmið svo lengra er betra að vera með verðtryggt lán en gengistryggð því að verðbólga helst gjarnan í hendur við verð á húsnæði (hefur verið drifin áfram síðustu ár útaf húsnæðisþættinum) og því ætti eiginféð að haldast nokkuð stöðugt í húsinu svo lengi sem það verður ekki óðaverðbólga (eða kreppuverðbólga).
Með gengistryggðu láni getur eiginféð þornað upp á einum mánuði, eða jafnvel tveimur vikum, og jafnvel orðið það neikvætt að viðkomandi geti ekki selt sig út úr eigninni nema borga með og það cash hann kanski ekki til. Eina leiðin er því að láta bjóða sig upp... sem er náttúrulega ekki gaman.