bebecar wrote:
Verða menn ekkert stressaðir yfir atvinnuhorfum þegar svartnættið er eins og það er núna?
Jú örlítið en UK standa enn ágætlega traustum fótum (keyword: ágætlega).
Ef ég lít á björtu hliðarnar þá væri líka mjög gott að byrja á svona tíma hjá viðurkendum fjárfestingarbanka/fyrirtæki.
Lærir held ég mikið á að ganga í gegnum/vinna í kreppu ástandi.
Einnig er þetta gott að því leiti að þegar ástandinu líkur þá tekur líklegast við viðsnúningur og hlutabréfamarkaðir taka kipp upp á við.
Þá væri ágætt að vera búinn að fara í gegn um þjálfun og vera einn af þeim sem er að vinna sem "trader" eða "fund manager" eða fær tækifæri þegar það tímabil kemur.
Ég ætla að vera duglegur að leita að vinnu hér úti.
Er með umsókn í gangi núna hjá einu af stærri fyrirtækjunum í þessum geira hér í Edinborg. Örugglega margir sem sækja um hverja stöðu svo ég þarf að vera duglegur að sækja um.
Einhverjir eru líka að auka við ráðningar af fólki sem er að koma úr skóla í stað þess að ráða "dýrara" fólk, það gæti hjálpað.
Þetta kemur allt í ljós en ég fer líklegast í meira nám í haust ef ég finn ekkert hér.
Langar ekki heim í augnablikinu. Fengi eflaust vinnu en ekki í þeim geira sem mig langar í og þá yrði ég eflaust fastur þar.