Sælir félgar.
Gaman að sjá að umræðan fer strax af stað. En ég er samt ekki alveg sammála því að B&L sé alltaf að okra á varahlutum. Það má vera að þeir geri það í einhverjum tilfellum, en þeir gera það örugglega ekki alltaf. Þar tala ég af eigin reynslu.
Ég veit ekki fyrir víst hvaða álagningu þeir eru með, hvort hún er flöt, eða mismunandi eftir hlutum (það væri gaman að fá upplýsingar um það), en við verðum að taka tillit til þess að sendingarkostnaður hingað er hlutfallslega hærri en í Evrópu, auk þess sem vörugjald / tollar er ekki til staðar í mörgum löndum eins og Þýskalandi og Belgíu. Auk þess er VSK frekar hár hér á landi.
En þess utan, þá eru varahlutir merktir BMW að sjálfsögðu dýrari en sambærilegir hlutir frá öðrum "minna gefandi tegundum". Við verðum að sætta okkur við að borga aðeins meira fyrir að fá aðeins meira! Svo eru hlutir sem aðrir selja í BMW en ekki sk. "original parts" oft á tíðum mun lakari, þó að stundum sé hægt að finna sambærilega hluti á lægra verði.
En ég verð að segja fyrir mitt leyti, að ef ég ætla að fara að kaupa nýja bremsudiska, eða kveikjulok, eða stýrisenda (osfrv) í bílinn minn, þá vil ég ekki að það standi "made in italy" á kassanum utan um þá!
Þá borga ég frekar 1/3 - 1/2 meira fyrir hlutinn og veit að hann er í lagi næstu 5-10 árin
Bara mín 5 sent, ekkert tengt B&L
