Jæja núna er ég bara svona ánægður
Fór eldsnemma í morgun með lest til Newcastle og verslaði mér eitt stykki BMW. Valdi mér 2 dyra bíl núna, notum bílinn svo lítið hér úti að þetta ætti að vera í fínu. Stefni svo á að taka bílinn með mér heim eftir ca. 1 og hálft ár og nota sem leiktæki/aukabíl.
Bíllinn er sem sagt:
BMW 328i Sport
Árgerð 1996
ek. 92.000 mílur (147.000km)
Þjónustubók frá upphafi
Hell rot
5 gíra bsk
Bíllinn kom orginal með (það sem ég man):
Mtech-kit allan hringinn
Mtech fjöðrun
Topplúgu
LSD ---> Líklegast ekki læstur

M3 Spoiler
Svört toppklæðning
Svört leður "íþróttasæti"
17" Two Pice Álfelgur
Glær stefnuljós og M3 afturljós
Fékk bílinn á nokkuð hagstæðu verði. Sérstaklega í ljósi þess að bíllinn er í mjög góðu mekanísku standi, ótjónaður og frekar lítið keyrður. Hann ber engin merki um Nikkasil vandræði, flottur hægagangur, góður kraftur og brennir ekki olíu. Það ætti því ekki að vera til vandræða á næstunni þar sem í dag er bara selt "low sulphur" bensín hérna eins og annars staðar í Evrópu.
Það eru nokkrir hlutir sem ég þarf að kíkja á t.d. skipta um ABS skynjara og smá útlitsdútl (frekar smávægilegt) en þá er bíllinn líka 100%.
Nokkrar (lélegar myndir úr auglýsingunni)



