gstuning wrote:
gunnar wrote:
Svezel wrote:
Það þarf ekkert endilega high end power í svona drift, tog þýðir bara meira afl á lægri snúning. Mér finnst allaveganna sjálfum besta að vera þokkalega neðarlega á snúningssviði þegar stend í svona spóli og eiga svo inni dágóðan snúning til að halda spólinu
Gæti alveg trúað að létt moddaður diesel mótor hentaði bara mjög vel í svona rugl auk þess sem hann mun þyngja bílinn hressilega að framan

En hvernig er það þegar stórar túrbínur eru settar á litla mótora (býst nú ekki við einhverri sleggju), er þá ekki kúrfan orðinn þannig að túrbinan kemur frekar seint.
Það getur vel verið að þetta sé ágætis hugmynd, en maður myndi halda að viktorværi með fínan drift bíl í höndunum með þenna PO-700 eða hvað númerið var á honum, var hann ekki í einhverjum svaka túrbó hugleiðingum með hann?
Jú það er rétt með stærri túrbínur, þær þurfa í raun meira átak til að geta snúið compressor hjólinu til að geta myndað boost, sem þarf aukið flæði og púlsa á túrbínu spaðanna.
Viktor ætti að reyna að fá sér rétt aðeins stærri túrbínu enn hann er með núna HX50 t.d er ekki gott plan sérstaklega með original túrbógrein.
Þar sem að það þarf vel stillta púst púlsa til að koma svoleiðis hnulla af stað
HX50 er komin á hilluna.... er að leita að einhverju sem að gæti mögulega blásið c.a. 5-10psi yfir orginalinn...
EN... það sem að ég er að leita að er tog.... ekki hö... ég fúnkera flott með c.a. 200hö ef að ég næ að kreista 350-400nm... jafnvel meira...
LSD og þetta combo og þá er ég set.... það hefur enginn prófað að tussast um á hlið á Diesel hérna heima (nema jú þessi sem að prófaði það á reykjanesbrautinni og endaði úti í hrauni, ég var víst með í þeim rússíbana).