Eftir að ég kom heim með 225hp í vélinni þá var ég nú ekkert of sáttur þannig að ég fór að troubleshoota, ég hélt áfram í átt að sandgerði og þar og var að gera nokkur run á hraða og mæla til að geta séð hvort að það væri einhver munur, ég náttúrulega þurfti að vera fyrir ofan 5000snúninga, og það gengur ekkert í 4rða eða 5ta, þannig að ég var í 3ja, en málið var að ég var alltaf 3,7-4,2 sek, úr 5000rpm í 7000rpm, þannig að ég raunverulega gat ekkert mælt með neinni nákvæmni, þannig að ég fór bara heim,
Svo tók ég rafmagnið af bílnum til að resetta tölvuna, og þegar ég kom til baka þá var bíllinn með alveg 100% fullkominn lausagang, þannig að tölvan er öll búinn að stilla sig hingað og þangað til menga ekki, ég fór og prófaði aftur og það var sko miklu meira power til staðar, ég fann svo rosalega munn, svo eftir smá akstur þá byrjaði hann að ganga eins og fyrr og svo varð hann aftur kraftminni, ekki alveg eins og á dynoinu en augljóslega þó nokkuð, þetta segir mér að þegar ég fæ piggy-back tölvuna þá hagræði ég fyrst O2 skynjaranum til að ljúga að tölvunni til að segja henni að við séum ekki að menga til að fá góðan gang og aflið tilbaka, svo get ég farið að tjúna til að fá enn meira,
Ég sá á mörgum sem voru búnir að tjúna aðeins eða með kubb og svona að þeir voru ekki að fá réttar tölur, eða allaveganna það sem þeir vildu,
Nema 320i, Stefán, og rauði 325i bíllinn fengu réttar tölur,
735i bíllinn er með kubb og hann fékk stock tölur,
Þetta segir okkur að nýrri bíllarnir geta dowtjúnað sig til að menga ekki, og þeir gera það, en e30 bílarnir geta ekki downtjúnað sig í raun heldur reyna þeir bara að hagræða lausagang, því að við WOT þá slekkur tölvan á O2 skynjara merkinu, þetta gerist ekki á nýju bílunum,
og þess vegna er gott að geta lagað O2 merkið til að henta manni. þ.e til að fá aflið tilbaka,
Ég er alveg að bilast ég get ekki beðið eftir SMT6 tölvunni minni
_________________ With great challenges comes great engineering. Gunnar Reynisson 
|