Sælir félagar.
Jæja, þá er loksins komin ný myndagetraun!
Í þetta skiptið veita
B&L alveg ótrúlega vegleg verðlaun:
BMW E46 M3 Coupe módel í skalanum 1:18. Þetta er alger safngripur og alveg ótrúlega vel farið í öll smáatriði. Hér eru nokkrar myndir af verðlaununum góðu:
Skilafrestur er ca. vika eða til sunnudagsins 28. september. Aðeins verða veitt verðlaun fyrir öll rétt svör. Ef fleiri en einn eru með rétt svör mun fulltrúi Stjórnarráðs draga úr réttum svörum. Ef enginn er með rétt svör munu þau verða notuð í næstu getraun.
Alls ekki senda tilgátur á spjallið! Sendið mér þær í Private Message eða helst í tölvupósti á iar@pjus.is! Látið fylgja með nafn, kennitölu, nick á spjallinu og símanúmer svo örugglega sé hægt að ná í sigurvegarann.
Og ekki vera feimnir/feimnar að senda inn tilgátur!
Hér eru myndirnar:
Mynd 1:
Mynd 2:
Mynd 3:
Mynd 4:
Mynd 5:
Mynd 6:
Gangi ykkur vel!
