Ég tek vel undir með báðum hliðum hérna.
Í fyrsta lagi, reglur geta bæði verið af hinu góða og hinu slæma.
Reglurnar sem eru settar á E3S foruminu eru mjög margar góðar,
en það verður að taka til greina að þar eru 4-5-falt fleiri notendur
heldur en hérna, og þar fara fram MUN meiri umræður.
Ég á erfitt með að fylgjast með spjallinu þar, og sortera yfirleitt
út þau forum sem ég hef mestan áhuga á til að lesa.
Ég gæti rétt ímyndað mér hvernig þetta væri ef að allir myndu pósta
svona "tilgangslausum" skotum hingað og þangað, spjallið þeirra væri gjörsamlega
ólesandi sökum stærðargráðu.
Við erum nú heppnir að þetta er ekki svona hjá okkur og umræðurnar geta
verið býsna frjálsar án þess að það geri það ómögulegt að fylgjast með.
Bottom line,
það verða auðvitað að gilda einhverjar reglur, og sem dæmi þótti mér
frekar leiðinlegt þegar að það var hraunað vel yfir E36 bíl sem notandi
á spjallinu okkar á, hérna fyrir 2 dögum eða svo.
Það er gott og gilt að hafa mismunandi skoðanir, en mér fannst margt
hafa mátt kyrrt liggja þar.
*phew*
