bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Mon 19. May 2025 11:23

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 79 posts ]  Go to page Previous  1, 2, 3, 4, 5, 6  Next
Author Message
 Post subject:
PostPosted: Wed 14. Nov 2007 23:59 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Thu 21. Dec 2006 11:13
Posts: 431
Location: Ísafirði
haha já tilviljun, þrír Bjarkar.
Bjarki er náttla bara nafn á góða menn 8)
þó það þýði nú allt annað en maður,
litli björn.

_________________
Bjarki
7721209

Núverandi:
2008 Yamaha Raptor 450YFZ SE
1992 Toyota Hilux

Fyrrverandi:
1992 BMW 750i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 15. Nov 2007 07:27 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Þó að misyndis menn leynist í þeim aragrúa af þessu fólki er óþarfi að hengja bakara fyrir smið,, margt ágætis fólk ,,HÖRKU,, duglegt og manneskjur eins og við,,
umfjöllunin verður afar neikvæð þegar þjóðerni er blandað inn í tilfinningar með slíkum hætti,,

Í ljósi þess að um skelfilegan glæp er að ræða ,, fá þessir menn vonandi makleg málagjöld,,

eitt ætti fólk að taka til hliðsjónar,, það er erlendu vinnuafli að þakka að uppgangurinn í þjóðfélaginu er eins og raun ber vitni

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 15. Nov 2007 07:39 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15941
Location: Reykjavík
Ég myndi vilja sjá einhverja statistík yfir hvernig tíðni hinna ýmsu
glæpa dreifist yfir hin mismunandi þjóðerni sem hér búa
(íslendinga þám).

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 15. Nov 2007 08:02 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
bimmer wrote:
Ég myndi vilja sjá einhverja statistík yfir hvernig tíðni hinna ýmsu
glæpa dreifist yfir hin mismunandi þjóðerni sem hér búa
(íslendinga þám).


Já það væri áhugavert.

En þessi frábæra þennslustefna ríkisstjórnarninnar er að skila sér í því sama og kemur fyrir þjóðir sem ganga í gegnum sambærilegan uppgang byggðan á láglaunavinnuafli.
Fyrir nokkrum árum var nokkuð algengt að þessir örfáu "Rússar" eða "kínverjar" (svo maður alhæfi aðeins) voru sprenglærðir doktorar og fannst bara fínt að vinna í fiski eða skúra. Í dag er ég ansi hræddur um að þeir sem eru að koma hingað séu oft að gera það á röngum forsendum, enda margt breyst í þeirra heimalandi. Mikill uppgangur og þess vegna skortur á menntuðu starfsfólki í heimalandinu. Þess vegna getur verið að manngæði þess vinnuafls sem sækir Ísland heim núna hafi versnað til muna.

Við erum að flytja inn unga til miðaldra karlmenn, ekki fjölskyldumenn, allavega ekki með fjölskyldurnar með sér, og þess vegna eru líkurnar á því að þetta séu fyrrverandi, núverandi eða verðandi misindismenn nokkuð háar.

Þar sem ég vinn núna með allra þjóða kvikindum, og er með pólska stelpu til að þrífa húsið hjá mér hef ég ekkert nema gott um aðrar þjóðir að segja. Við værum ekkert í öðrum málum með láglauna einstæða breta, eða norðmenn, eða bandaríkjamenn, enda oft t.d. vandræði í kringum herinn.

Það má kalla þetta hvað sem er, fordóma eða eitthvað. En maður má hafa skoðanir á þessu eins og öðru.

Já og bara til að girða fyrir það þá er ég ekki að menntasnobba fyrir bóklærðum, ber mikla virðingu fyrir verklærðu fólki sbr konunni minni sem er með Meistarapróf. Fátt skemmtilegra en að sjá fagmenn við vinnu.

_________________
Image
E36 M3GTtt


Last edited by fart on Thu 15. Nov 2007 08:04, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 15. Nov 2007 08:03 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
Alpina wrote:
Þó að misyndis menn leynist í þeim aragrúa af þessu fólki er óþarfi að hengja bakara fyrir smið,, margt ágætis fólk ,,HÖRKU,, duglegt og manneskjur eins og við,,
umfjöllunin verður afar neikvæð þegar þjóðerni er blandað inn í tilfinningar með slíkum hætti,,

Í ljósi þess að um skelfilegan glæp er að ræða ,, fá þessir menn vonandi makleg málagjöld,,

eitt ætti fólk að taka til hliðsjónar,, það er erlendu vinnuafli að þakka að uppgangurinn í þjóðfélaginu er eins og raun ber vitni


:lol:

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 15. Nov 2007 10:08 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 17. Feb 2004 15:36
Posts: 1739
Location: Kópavogur
Ég sé ekkert að því að erlent fólk komi hingað til að skapa sér líf, en mér finnst að við ættum að koma upp kerfi einsog t.d. í Danmörku og láta fólk læra allavega góðan grunn af Íslenskunni áður en atvinnuleyfið er veitt! Ef svo fólk vill ekki læra málið og aðlaga sig að þjóðfélaginu þá á það bara hreinlega voðalega lítið erindi hingað finnst mér!

Einnig finnst mér að þegar að Erlendir ríkisborgarar brjóta svona af sér hér þá á að dæma þá hér og láta þá taka út refsingu sína, og í tilfellum sem þessum væri fínt að halda þeim út árið hér í fangelsi, og allir samfangar vita hvað þeir hafa gjört. Eftir það má senda þá til síns heimalands og taka út restina af dómnum þar án vonar um reinslulausn og meina þeim svo aðgang að voru landi það sem eftir er... :evil:

_________________
...Mazda 323F 98'...

S.S.S
"We are all born ignorant, but one must work hard to remain stupid." -Benjamin Franklin


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 15. Nov 2007 10:09 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 23. Nov 2006 22:36
Posts: 1586
eins ogþað sem ég heyrði uppí vinnu voru einhverjir ræflar þarna að tala sman og voru að tala um hvað það væri auðvelt að fremja glæp hérna og sögðu að löggan er ekki einusinni með byssu og hlógu svo, þeir hlæja bara af lögguni hérna og svo fá þeir nokkra daga fyrir nauðgun

_________________
Stefán Haukur
VW Golf MKV Gti
VW Golf MK4 seldur
BMW E36 323i Seldur
Honda Civic Seldur
BMW 318ia E36 rifinn
You'll Never Walk Alone


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 15. Nov 2007 10:59 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 06. Nov 2003 15:38
Posts: 5953
Location: Akranes
Þetta mál er alveg skelfilegt og vonandi verður þetta mál tekið af fullri hörku og það alla leið. Láta þessa menn afplána hér heima og vonandi verður tekið " vel " á móti svona aumingjum í Íslenskum fangelsum.

_________________
Image
E30 - 325iC - 323iA - 320i - 318iS
E21 - 320
Honda CBR600 F2 Streetfighter


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 15. Nov 2007 11:22 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Mon 19. Apr 2004 02:07
Posts: 2645
Location: á M5 á hlið eða í læknis leik með systur þinni
Bjarki wrote:
Þessi þróun er mjög varhugaverð, ég tel það afar mikilvægt að bakgrunnur þeirra sem sækja um atvinnu-/landvistarleyfi á Íslandi sé skoðaður til hlítar áður en þeir fá að setjast hér að.
Þessir ógæfumenn koma ekki til með að skila miklum arði inn í þjóðarbúið í bráð.



ég er mjög sammála þessu :!:

_________________
Þórður Finnbogi
GSM:663-2524

BMW M5 E39 1999 veðlaus :D
BMW 316i E36 1999 kraftlaus
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 15. Nov 2007 13:05 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Þetta er mjög viðkvæmt mál, ég tel að margt sé hægt að læra af reynslu annara þjóða.

Seðlabankinn fjallaði um áhrif erlends vinnuafls.

Helstu niðurstöður Seðlabankans ef erlends starfsfólks hefði ekki notið við eru eftirfarandi:
-Verðbólga ½ til 1½ % meiri
-Stýrivextir um 0,7 prósentum hærri 2006
-Hagvöxtur 1½ til 2½ prósentu minni
-Einkaneysla 3½ til 6 prósentum minni
-Atvinnuvegafjárfesting 2-3 prósentum minni
-Kaupmáttur ráðstöfunartekna 2-4½ prósentum minni
-Auður heimilanna 2-5 prósentum minni

Það er ekki bæði haldið og sleppt!

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 15. Nov 2007 13:53 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 13. Oct 2005 17:35
Posts: 1721
Location: 1 2 Selfoss
Það er svoldið hættulegt að tala um alla Litháa sem glæpamenn. Þá getum við alveg eins sagt að allir sem eru með sítt hár séu hommar og allir smiðir séu með frestunaráráttu.

Það er langmikilvægast að reyna að stýra því hverjir koma hingað. Það þarf að skoða bakgrunn þeirra sem ætla að koma til að vera hér í einhvern tíma; þeir sem hafa verið dæmdir fyrir alvarleg afbrot geta bara nagað þröskuldinn.

Chrome segir að það eigi að kenna öllu þessu fólki íslensku áður en það kemur. Eigum við þá líka að kenna öllum sem koma hingað til að smíða stíflu í hálft ár og fara síðan heim til sín aftur íslensku? Mér finnst ekki meika sens að ætla að kenna öllu innfluttu vinnuafli málið. Það kostar peninga og það eru peningar útum gluggan í raun og veru, að kenna einhverjum sem á ekki eftir að nota þá menntun neitt.

Svo finnst mér að við ættum að endurskoða refsingar fyrir útlendinga. Litháa sem kemur með dóp til Íslands er alveg sama þótt hann sé tekinn hérna því fangelsin okkar eru eins og þriggja stjörnu hótel fyrir þeim. Koma dópi til Íslands = Big money. Vera tekinn með dóp á leiðinni til Íslands. Frítt fæði og húsnæði í hálft ár. Win-win. Það þarf að koma á fangaskiptasamningum við Litháen svo við getum látið þessa rudda rotna í "alvöru" fangelsi.

_________________
Sigurður Rúnar Rúnarsson

No guts, no glory


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 15. Nov 2007 14:28 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 17. Feb 2004 15:36
Posts: 1739
Location: Kópavogur
Við þurfum einfaldlega að fara herða reglurnar í kringum "innflutning"...

_________________
...Mazda 323F 98'...

S.S.S
"We are all born ignorant, but one must work hard to remain stupid." -Benjamin Franklin


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 15. Nov 2007 14:38 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 17. Feb 2004 15:36
Posts: 1739
Location: Kópavogur
siggir wrote:
Það er svoldið hættulegt að tala um alla Litháa sem glæpamenn. Þá getum við alveg eins sagt að allir sem eru með sítt hár séu *kjáni* og allir smiðir séu með frestunaráráttu.

Það er langmikilvægast að reyna að stýra því hverjir koma hingað. Það þarf að skoða bakgrunn þeirra sem ætla að koma til að vera hér í einhvern tíma; þeir sem hafa verið dæmdir fyrir alvarleg afbrot geta bara nagað þröskuldinn.

Chrome segir að það eigi að kenna öllu þessu fólki íslensku áður en það kemur. Eigum við þá líka að kenna öllum sem koma hingað til að smíða stíflu í hálft ár og fara síðan heim til sín aftur íslensku? Mér finnst ekki meika sens að ætla að kenna öllu innfluttu vinnuafli málið. Það kostar peninga og það eru peningar útum gluggan í raun og veru, að kenna einhverjum sem á ekki eftir að nota þá menntun neitt.

Svo finnst mér að við ættum að endurskoða refsingar fyrir útlendinga. Litháa sem kemur með dóp til Íslands er alveg sama þótt hann sé tekinn hérna því fangelsin okkar eru eins og þriggja stjörnu hótel fyrir þeim. Koma dópi til Íslands = Big money. Vera tekinn með dóp á leiðinni til Íslands. Frítt fæði og húsnæði í hálft ár. Win-win. Það þarf að koma á fangaskiptasamningum við Litháen svo við getum látið þessa rudda rotna í "alvöru" fangelsi.

Nei það var ekki meining mín heldur frekar að kenna þeim sem eru að koma hér til að vinna (og þá er ég ekki að tala um einstök verkefni einsog kárahnjúkar eru),heldur er ég að tala um fólk sem kemur til að búa.

_________________
...Mazda 323F 98'...

S.S.S
"We are all born ignorant, but one must work hard to remain stupid." -Benjamin Franklin


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 15. Nov 2007 15:04 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Tue 29. Jul 2003 00:36
Posts: 827
Location: Erlendis
Það er margt í mörgu, osfr.

Ég hef nú búið erlendis í mjög mörg ár, og í mörgum mismunandi löndum.

Ef menn vilja taka eitthvað sona upp eins og:

Quote:
Ég sé ekkert að því að erlent fólk komi hingað til að skapa sér líf, en mér finnst að við ættum að koma upp kerfi einsog t.d. í Danmörku og láta fólk læra allavega góðan grunn af Íslenskunni áður en atvinnuleyfið er veitt! Ef svo fólk vill ekki læra málið og aðlaga sig að þjóðfélaginu þá á það bara hreinlega voðalega lítið erindi hingað finnst mér!


Þá verða menn að sjálfsögðu að vera undir það búnir að sæta sömu meðferð annarsstaðar ef þeir hyggja á að flytjast búferlum frá Íslandi.

Það er nebblega þannig að Íslendingar eru síður en svo góður pappír oft erlendis, eru álitnir oft á tíðum mjög "unprofessional" svo ég noti eitthvað orð. Og þá á ég ekki við um smiði eða iðnaðarmenn, enda þekki ég það ekki, en frekar fólk í hinum "fínni" geirum.

Hvað gera Íslendingar sem flytja til Köben sem dæmi? Flykkjast flestir saman, fara á Laundromat, láta klippa sig á klippistofu í Íslenskri eigu osfr. Hver er þá orðinn tilgangurinn með því að búa erlendis ef þú umgengst meira og minna Íslendinga?

Burtséð frá þessu tiltekna glæpamáli sem og öðrum glæpamálum á Íslandi sem ég þekki hreinlega ekki, þá eru útlendingar, nýbúar eða hvað sem þið kjósið að kalla aðflutt fólk upp til hópa eins og Sveinbjörn segir harðduglegt fólk sem vill vinna.

Það er alltaf til fullt af fávitum allsstaðar, og með fólksfjölgun á Íslandi fjölgar fávitunum, Íslenskum sem erlendum.

Flest erum við eins, við elskum börnin okkar og fjölskyldu og viljum búa okkur til "gott" líf, hvar sem það nú kann að vera.

Mér finnst þetta allavega stóhættuleg þróun, ef menn vilja búa til Aríaríkið Ísland. Maður er manns gaman og allt það og fólk er til að læra af því.

Áhugavert með að fá gerða könnun eins og Bimmer nefnir, niðurstaðan yrði eflaust mjög áhuaverð.

Annað er að það þyrfti kannski að breyta einhverjum hlutum varðandi refsingar, fangelsi og slíkt, það má deila um það.

En, það er hinsvegar ekki dómsstóla eða dómara að breyta því eins og oft er nefnt. Hið háa Alþingi þarf að breyta römmum og reglugerðum, þar á eftir er hægt að dæma harðar eftir þeim, ef fólk vill fara útí slíkt það er.

Og hananú.

G

_________________
e39 M5 Carbon Schwartz
Audi A3 "Sportback" 1.6 TDi Miljöpowah!
e9 CSA 1973


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 15. Nov 2007 15:20 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 03. May 2003 18:34
Posts: 1610
Margir góðir punktar hjá þér Giz.

En mér finnst það algjört LÁGMARK að hreint sakarvottorð sé skilyrði fyrir landvistar- og atvinnuleyfi.


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 79 posts ]  Go to page Previous  1, 2, 3, 4, 5, 6  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 19 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group