Leiðinlegt að heyra, þetta er eins og menn hafa bent á þekkt vandamál í þessum skiptingum.
En það virðist vera lítið sem hægt er að gera til að tryggja sig. Þegar ég var að kaupa þennan bíl þá tók hann alltaf afturábak eðlilega. Spáði mikið í þessu og prófaði vel.
Las eitt sinn nokkuð áhugaverða grein um þetta vandamál, aðili sem lendir í þessu, tekur upp ventlaboddy'ið og það leysir vandann. Hvort það sé hin eina rétta lausn veit ekki.
http://kunden.tridem.de/auto/erich/valvnew.pdf
Ég hef heyrt það sem Sveinbjörn bendir á að ekki sé hægt að taka upp þessar skiptingar en ég hef líka séð nokkuð marga bíla auglýsta í Þýskalandi þar sem tekið er fram að skiptingin sé upptekin.
Að fá aðra notaða skiptingu er lausn en það er engin trygging fyrir því að hún klikki ekki eins og sú gamla, þetta er allt orðið gamalt.
Eins og Viktor bendir á þá á ég beinskiptan kassa (m60 5gíra kassa) gírkassa. Það er alls ekki óvinnandi verk að breyta svona bíl í beinskiptan. Beinskiptur 540i er mikill bíll, lítill munur á svoleiðis bíl og m5 m.t.t. afls. Beinsk. 540iA eru bara dýrir. m60 vélar eru einnig talsvert betri í rekstri.
Ekki gefið peningalega séð að fara í svona verkefni en værir með rosalega skemmtilegan bíl á eftir.
Ég hef framkvæmt svona breytingu á 520iA m20, talsvert auðveldara en í grunninn það sama.
Ég held að þetta verði ekki verra en orðið er og því allt í lagi að keyra bílinn....bara ekki gleyma því að það er ekki hægt að bakka!
gangi þér vel.