Sælt veri fólkið.
Jæja. Ég fór og talaði við þá hjá B&L varðandi vandræði mín með handbremsubarkana í 745i bílinn minn. Svörin voru nú bara nokkuð fræðandi.
Ég sendi honum Ólafi K Guðmundssyni póst varðandi vandræði mín, og línurnar sem ég sendi hingað á BMWkraft, og spjallaði svolítið við hann í framhaldi af því.
Styttst er að segja frá því að hann var að sjálfsögðu ekki mjög glaður yfir því að ég væri að vandræðast þetta á netinu, en afsakaði það sem afsaka þurfti, og bauð mér afslátt af börkunum í sárabætur. Þannig að ég er alveg sáttur eftir þetta.
Ég var svolítið hissa eftir línurnar sem ég skrifaði varðandi vandræði mín, hvað menn voru margir óánægðir með umboðið. Því að þó að þetta hafi verið vesen hjá mér (virðist hanga við mig og mín mál), þá er nú varahlutadeild þeirra ekki eitthvað það versta sem fyrirfinnst á þessari litlu jarðkúlu.
Ég hef ágæta reynslu af þeim þarna uppi í varahlutadeild. Þeir eru svona yfir höfuð hjálpsamir og almennilegir og reynslan er að koma

(starfsmennirnir voru margir nokkuð nýir á tímabili og reynslulitlir á þessu sviði, en eru núna orðnir sæmilega flinkir).
Og svona í forbyfarten fór ég aðeins að spjalla við hann Ólaf um B&L og BMWkraft.
Ég spurði hann út í hvort ekki væri möguleiki að fá afsátt fyrir okkur BMWkraft félaga, og hann tók mjög vel í það. Þannig að ég tel það næsta víst að það verði ekki erfitt að negla niður 10% afslátt fyrir okkur. Þessi tala er það sem við komumst niður á, en alltaf möguleiki á að gera betur fyrir betri samningamenn en mig

Svo töluðum við saman aðeins um hvað mikið hefur verið um neikvæða umræðu um umboðið og hvað betur mætti gera.
Hann ætlar að setja saman texta, þar sem B&L kynnir starf varahlutadeildarinnar, og hvernig hún vinnur. Mjög gott mál fyrir okkur, þá fáum við hluti á hreint, eins og t.d. að pantanir fara í pöntun á miðvikudögum, og koma í hús viku seinna. Mjög gagnlegt að vita.
Svo í framhaldi af því, vorum við að ræða hvort ekki væri rétt að koma á samstarfi milli okkar, þannig að þegar BMW kemur með nýjung fram, þá berist það áfram til okkar. Í stað þess að þessar upplýsingar sitji bara ofan í skúffu eða aftarlega í huga e-s uppi í umboði. Þetta gæti t.d. verið þegar koma á markað glær stefnuljós á lækkuðu verði, felgur ofl. Oft gerir BMW eitthvað af þessu, til að standast betur samkeppnina frá aftermarket fyrirtækjum, og þá fáum við ekkert að vita af þessu! Það er helst að maður taki eftir þessu í erlendum blöðum.
Hann var mjög til í þetta, og fékk inn til okkar hann Jóhannes Þ. Jakobsson sem sér um aukahluti. Hann er BMW áhugamaður og hefur kíkt á vefinn okkar (skráður meira að segja). Þannig að það er í deiglunni að fá inn á vefinn tilkynningar varðandi þetta beint frá B&L !
Ég reifaði einnig hugmynd um það að setja inn veffang okkar í dreifibréf B&L, þegar þeir eru að senda út póst, og það var vel tekið í það. Það þarf að útfæra þá hugmynd aðeins betur, þetta var bara svona þreifing.
Nú að síðustu, þá var ég að minnast á við hann að þegar við höfum verið að hittast, þá höfum við verið á hinum og þessum plönum. Hann bauðst til að rýma fyrir okkur planið fyrir framan hjá þeim (fyrir ofan hjá varahlutunum) ef þetta væri um helgi eða kvöld. Sagði að það væri lítið mál. Það væri flott að hafa þetta á Laugardegi, þá væri opið í varahlutunum og maður gæti farið og pantað litla plaststykkið sem mann vantar, og kostar 3899 krónur (það eru milljón svona stykki í öllum BMW bílum

).
Það þarf að vinna meira í þessu, og ég ætla að setja mig í samband við Gunna, og reyna að gera alvöru úr þessu. En endilega látið vita hvað ykkur finnst um þetta, og fá fleiri hugmyndir
Sæmi