bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Mon 19. May 2025 19:47

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 7 posts ] 
Author Message
 Post subject: B&L og BMWkraftur...
PostPosted: Thu 21. Nov 2002 11:49 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Sælt veri fólkið.

Jæja. Ég fór og talaði við þá hjá B&L varðandi vandræði mín með handbremsubarkana í 745i bílinn minn. Svörin voru nú bara nokkuð fræðandi.

Ég sendi honum Ólafi K Guðmundssyni póst varðandi vandræði mín, og línurnar sem ég sendi hingað á BMWkraft, og spjallaði svolítið við hann í framhaldi af því.

Styttst er að segja frá því að hann var að sjálfsögðu ekki mjög glaður yfir því að ég væri að vandræðast þetta á netinu, en afsakaði það sem afsaka þurfti, og bauð mér afslátt af börkunum í sárabætur. Þannig að ég er alveg sáttur eftir þetta.

Ég var svolítið hissa eftir línurnar sem ég skrifaði varðandi vandræði mín, hvað menn voru margir óánægðir með umboðið. Því að þó að þetta hafi verið vesen hjá mér (virðist hanga við mig og mín mál), þá er nú varahlutadeild þeirra ekki eitthvað það versta sem fyrirfinnst á þessari litlu jarðkúlu.

Ég hef ágæta reynslu af þeim þarna uppi í varahlutadeild. Þeir eru svona yfir höfuð hjálpsamir og almennilegir og reynslan er að koma :roll: (starfsmennirnir voru margir nokkuð nýir á tímabili og reynslulitlir á þessu sviði, en eru núna orðnir sæmilega flinkir).

Og svona í forbyfarten fór ég aðeins að spjalla við hann Ólaf um B&L og BMWkraft.

Ég spurði hann út í hvort ekki væri möguleiki að fá afsátt fyrir okkur BMWkraft félaga, og hann tók mjög vel í það. Þannig að ég tel það næsta víst að það verði ekki erfitt að negla niður 10% afslátt fyrir okkur. Þessi tala er það sem við komumst niður á, en alltaf möguleiki á að gera betur fyrir betri samningamenn en mig :) Svo töluðum við saman aðeins um hvað mikið hefur verið um neikvæða umræðu um umboðið og hvað betur mætti gera.

Hann ætlar að setja saman texta, þar sem B&L kynnir starf varahlutadeildarinnar, og hvernig hún vinnur. Mjög gott mál fyrir okkur, þá fáum við hluti á hreint, eins og t.d. að pantanir fara í pöntun á miðvikudögum, og koma í hús viku seinna. Mjög gagnlegt að vita.

Svo í framhaldi af því, vorum við að ræða hvort ekki væri rétt að koma á samstarfi milli okkar, þannig að þegar BMW kemur með nýjung fram, þá berist það áfram til okkar. Í stað þess að þessar upplýsingar sitji bara ofan í skúffu eða aftarlega í huga e-s uppi í umboði. Þetta gæti t.d. verið þegar koma á markað glær stefnuljós á lækkuðu verði, felgur ofl. Oft gerir BMW eitthvað af þessu, til að standast betur samkeppnina frá aftermarket fyrirtækjum, og þá fáum við ekkert að vita af þessu! Það er helst að maður taki eftir þessu í erlendum blöðum.

Hann var mjög til í þetta, og fékk inn til okkar hann Jóhannes Þ. Jakobsson sem sér um aukahluti. Hann er BMW áhugamaður og hefur kíkt á vefinn okkar (skráður meira að segja). Þannig að það er í deiglunni að fá inn á vefinn tilkynningar varðandi þetta beint frá B&L !

Ég reifaði einnig hugmynd um það að setja inn veffang okkar í dreifibréf B&L, þegar þeir eru að senda út póst, og það var vel tekið í það. Það þarf að útfæra þá hugmynd aðeins betur, þetta var bara svona þreifing.

Nú að síðustu, þá var ég að minnast á við hann að þegar við höfum verið að hittast, þá höfum við verið á hinum og þessum plönum. Hann bauðst til að rýma fyrir okkur planið fyrir framan hjá þeim (fyrir ofan hjá varahlutunum) ef þetta væri um helgi eða kvöld. Sagði að það væri lítið mál. Það væri flott að hafa þetta á Laugardegi, þá væri opið í varahlutunum og maður gæti farið og pantað litla plaststykkið sem mann vantar, og kostar 3899 krónur (það eru milljón svona stykki í öllum BMW bílum :) ).

Það þarf að vinna meira í þessu, og ég ætla að setja mig í samband við Gunna, og reyna að gera alvöru úr þessu. En endilega látið vita hvað ykkur finnst um þetta, og fá fleiri hugmyndir :!:

Sæmi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 21. Nov 2002 12:15 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 07. Sep 2002 00:45
Posts: 1690
Location: BIRK
Já, já kallarnir þarna eru svo sem ágætir, það vantar bara að þeir gætu reddað notuðum varahlutum, svona fyrir okkur fátæklingana :D
Svo náttúrulega afsláttinn (ágætt ef þeir eru til í að gefa okkur 10%, þó ég geti fengið þetta mun ódýrara (er með kennitölu, muhahaha)

Já hvernig væri það að hittast þar á planinu eitthverja helgina, með þeirra leyfi, til að sýna öllum BMW áhugamönnum/konum flottu bílanna okkar sem koma að versla hjá þeim. Líka fín auglýsing fyrir klúbbinn :D

_________________
BMW 325 (E30), E36 325 og E32 750 (Allt farið)
Í leit að E30 325 eða E34 M5 með hækkandi sól


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 21. Nov 2002 13:19 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Wed 06. Nov 2002 10:50
Posts: 199
Location: Njarðvík
Já mér líst helv... vel á afsláttinn. Síðan væri nú líka gaman að hittast á planinu hjá þeim á næstunni.

_________________
Sævar
BMW 1987 E32 735i
Image
http://www.sinfest.net


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 21. Nov 2002 13:45 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Mér finnst þetta mjög vel gert hjá þeim.

Og ég hef nú aðeins verið í sambandi við varahlutadeildina hjá þeim og get ekki verið annað en ánægður með þjónustuna þar.

Mestu máli skiptir að við getum ræktað áhuga okkar á þessum bílum og í því sambandi er að mínu mati lang mikilvægast að vera í góðu sambandi við umboðið.

Hvernig væri að B&L væri skráður sem notandi hér hjá okkur t.d. "BMW UMBOÐIÐ" eða "BMW á ÍSLANDI" eða bara "B&L". Þá gætu þeir notað þetta nikk til að koma upplýsingum á framfæri til okkar.

OG auðvitað er viðeigandi að sýna bílana á planinu hjá þeim! Svo finnst mér að þeir ættu að gæta þess að bjóða okkur þegar nýjir bílar eru sýndir - þeir gera það nú sennilega að einhverju leiti nú þegar.

Allavega.... ánægður með B&L!

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 21. Nov 2002 14:36 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Mon 02. Sep 2002 00:39
Posts: 99
Ég er rosalega ánægður með þetta því að ég mun í framtíðinni alveg örugglega eyða talsverðum peningum í bíla og varahluti hjá B&L. Með því að leggja rækt við kúnnana sína eru þeir að sjálfsögðu að stuðla að því að kúnninn kemur frekar aftur.
Er eitthvað annað umboð á Íslandi sem er með grjótharðan hóp stuðningsmanna sem eru alltaf á höttunum eftir fleiri félögum?

Ég var svo heppinn að vera boðið á námsskeiðið hjá B&L í sumar og er ég ævinlega þakklátur þeim fyrir þetta sniðuga framtak og ekki síður betri ökumaður.

Ég legg til að við búum til boli eða derhúfur sem verða með nafninu BMWkrafti á og bjóðum B&L að styrkja það með stórri auglýsingu.

Verst að þessi 10% afsláttur var ekki kominn fyrir nokkrum dögum því þá keypti ég plastið á öryggisboltan á einni felgunni. Kosaði heilar 44kr og því hefði ég sparað að minnsta kosti 4 kr. :)

_________________
Gummi
E-46 320i '00
Honda CBR 1000F '88


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 21. Nov 2002 16:42 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Alltaf gaman að fá afslátt!
En ég tými ekki að kaupa neitt stórt eða dýrt hjá B&L, bara eitthvað svona smádrasl. Þegar vantar eitthvað stórt þá bara reddar maður því. Ég er með verðin á partadiskunum og þegar maður skoðar þau þá langar manni ekkert voðalega mikið til að versla þarna, sama hvort verðmunurinn liggi í tollum vaski eða álagningu. Fínt að hafa þá þarna ef það vantar einn plasttappa á 100 kall :D

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: b&l
PostPosted: Thu 21. Nov 2002 21:27 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 22:19
Posts: 164
Location: Mosó
ég get ekki sagt neitt nema gott um varahlutadeildina. þeir hafa oft haft ótrúlega mikið að hlutum fyrir svona gamlan bíl einsog minn, 20 ára.
og ef ekki hluturinn er til þá hef ég pantað hann með næstu pöntun sem þeir taka og ekki hefur oft liðin nema nokkir dagar ef mest tvær vikur þar til þeir hringja og segja að hluturinn sé kominn.... en með afsláttinn þá er það ekkert nema gott.... og hann Óli er toppmaður að talavið, mjög hjálpsamur og liðlegheitin bara...

_________________
Dabbi Xeron
BMW 323i '82 E21 (Seldur)
Jeep Cherokee Laredo 38" Blár(Heitir Blámi)
Colt '91


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 7 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 22 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group