bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 23. May 2025 14:42

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 10 posts ] 
Author Message
 Post subject: BMW og Rallý.
PostPosted: Wed 03. Sep 2003 12:32 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Mig langaði nú bara að deila þessu með ykkur.

Ég komst að því núna í hádeginu að sessunautur minn hafði tekið þátt í fyrstu þremur rallkeppnum sem haldnar voru hér á Íslandi (1976 - minnir hann).

Fyrsta keppnin var svona tilraun og þá var keppt á VW bjöllu. Í þá daga voru engin veltibúr, standard dekk og eina öryggisatriðið var hjálmur. Bílunum var ekkert breytt.

Önnur keppnin var hinsvegar sérstök fyrir þá félaga því þeir sigruðu á BMW 1600! Í þriðju keppninni sigraði svo Ómar nokkur Ragnarson.

Það væri nú gaman ef einhver kannaðist við þetta því ég býst ekki við að BMW hafi unnið sigur í rallý hér heima síðan þá - enda ekki hefðbundnir rallýbílar sosem.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 03. Sep 2003 13:54 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Sun 13. Jul 2003 22:43
Posts: 158
Location: Kópavogur
Þetta er magnað, keppa á algjörlega orginal bílum, ekkert búr eða neitt bara hjálmur og af stað.

_________________
SE
Porsche 911 Carrera 3.2 ´85
Mercedes Benz ML 270 CDI ´00

Jeremy Clarkson wrote:
It's pouring down with rain because not enough people have Range Rovers.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 03. Sep 2003 14:08 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Já - fyrst þetta var leyft í þá daga - hmmm - þá ætti nú að vera hægt að fá leyfi fyrir að loka Hvalfirðinum og hafa keppni þar.

Veltibúr, 4 punkta belti, slökkvitæki og hjálmur sem skylda...

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 03. Sep 2003 14:10 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
He he hafa svona Monte Carlo malbiks-rall á Íslandi

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 03. Sep 2003 14:26 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Hell yeah!

Eða bara svona Hvalfjarðar "Mille Miglia".

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 03. Sep 2003 14:50 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Fri 29. Nov 2002 17:49
Posts: 316
Location: NY
bebecar wrote:

Eða bara svona Hvalfjarðar "Mille Miglia".


(Ósmekkleg athugasemd):Með sömu áherslu á "þátttöku" áhorfenda :wink:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 03. Sep 2003 14:59 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Nú þarf að minna mig á þáttöku áhorfenda í Mille Miglia - kem af fjöllum :wink:

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 03. Sep 2003 16:32 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Fri 29. Nov 2002 17:49
Posts: 316
Location: NY
Mille Miglia keppnirnar (hófst 1921) voru þekktar f.það að áhorfendur hópuðust að akstursvegum og oftast nær inn á þeim - þegar verst lét voru keppendur að keyra í "göngum" af áhorfendum.

Fyrsta alvarlega atvik í sögu Mille Miglia var 1939 þegar Lancia bifreið keyrðu í áhorfendaskarann í Bologna. 10 áhorfendur létust, þ.á.m. 7 börn. Keppnin var lögð niður næsta árið.

Eitthvað var um minni atvik, en keppnin var svo endanlega bönnuð 1957 þegar ökuþór Ferrari, Portago missti dekk undan bíl sínum í miðju þorpi. Portago, aðstoðarökumaður og tíu áhorfendur létu lífið.

Þessar keppnir hljóta að hafa verið stórfenglegar - 1000 mílna keppni sem þrautreyndi á alla þætti keppnisliðs - menn og búnað. Mille Miglia keppnirnar 24 eru taldar af mörgum hafa markað upphaf Grand Tourer hugtaksins - við megum nú aldeilis vera þakklátir f.það :wink:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 03. Sep 2003 19:50 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Já, ég hafði nú eitthvað heyrt um þetta en ekki gert mér grein fyrir því að þetta hefði veirð svona alvarlegt.

Fólk verður náttúrulega að hafa vit á því að passa sig - það er nú ekki víða hægt að standa við veginn í Hvalfirðinum.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 03. Sep 2003 22:05 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Tue 15. Jul 2003 00:56
Posts: 5
Umræddur Ómar Ragnarsson keppti á 315 bimma í einni keppni einhvern tíma milli 1981-85. Og VANN!!! Ég held að renault druslan hafi bilað 2 dögum fyrir keppni og hann fór og keypti sér 315 tík, skellti í hann veltibúri og stólum og vann rallyið! Geri aðrir betur 8)

_________________
ex bmw owner (318i ,745i)


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 10 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: Google [Bot] and 29 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group