Mille Miglia keppnirnar (hófst 1921) voru þekktar f.það að áhorfendur hópuðust að akstursvegum og oftast nær inn á þeim - þegar verst lét voru keppendur að keyra í "göngum" af áhorfendum.
Fyrsta alvarlega atvik í sögu Mille Miglia var 1939 þegar Lancia bifreið keyrðu í áhorfendaskarann í Bologna. 10 áhorfendur létust, þ.á.m. 7 börn. Keppnin var lögð niður næsta árið.
Eitthvað var um minni atvik, en keppnin var svo endanlega bönnuð 1957 þegar ökuþór Ferrari, Portago missti dekk undan bíl sínum í miðju þorpi. Portago, aðstoðarökumaður og tíu áhorfendur létu lífið.
Þessar keppnir hljóta að hafa verið stórfenglegar - 1000 mílna keppni sem þrautreyndi á alla þætti keppnisliðs - menn og búnað. Mille Miglia keppnirnar 24 eru taldar af mörgum hafa markað upphaf Grand Tourer hugtaksins - við megum nú aldeilis vera þakklátir f.það
