Ég var bara svona að spá, hvort einhver hér vissi huxanlega meira en ég varðandi gömlu turbo 745i bílana.
Samkvæmt minni vitund og bifreiðaskrá, þá eru bara til 3 svona bílar hér á landi:
Af þeim á ég brúnsanseraðan 1985 módel, RP-281
Hef átt þann Hvíta, 1983, JP-037. (Seldi hann vélarlausan til stráks sem setur hann mögulega aftur á götuna með 3.5L vél úr annarri sjöu).
Og að síðustu Blár 1981 árgerð, MC-345. Hlynur átti þennan bíl, stóð í Hafnarfirði síðasta árið úti. Nýkominn upp í vöku. Ég hreinsaði turbo dótið úr honum ásamt heddinu. (skil ekkert í honum að láta hann fara svona, ég var búinn að tala við hann varðandi að fá bílinn, synd).
Mín spurning er .. vitið þið um fleiri svona bíla hér á landi? Ég hef heyrt e-r draugasögur um að það leynist fleiri svona bílar hér á landi, en ekkert bitastætt. Ég hef líka heyrt af því að það hafi verið verulega flottur svona bíll hér á landi, en hann hafi verið fluttur aftur út... man ekki meira af þeirri sögu.
Jæja, nóg um það. Hilsen,
Sæmi blástur