jæja loksins keypti maður sér bmw, búinn að vera að leita að rétta bmwinum í langann tíma og varð fyrir valinu 628csi (MA-3xx).
Hann hefur staðið úti í mest allt sumar hann er 81' árgerð (fornbíll), hvítur á litinn hefur verið dökblár þar sem vélarsalurinn er dökkblár, einnig er komið ryð í hann ekkert alvarlegt samt, brúnt leður sem lítur vel út miða við aldur bílsins og er öll innréttingin sæmileg fyrir utan toppinn og fúa lykt þar sem mikill raki er í bílnum, hann er ekinn 142,xxx sem er ekki mikið finnst mér en svo er alltaf spurningin hvort þetta sé orginal vél, svo er handvirk topplúga sem ég hef ekki enn þorað að opna þar sem hún gæti verið nokkuð föst og gæti jafnvel fests.
Þar sem ég veit voða lítið um sögu hans, þá endilega komið með comment um bílinn ef þið vitið eitthvað um hann.
En ég er 17 eigandi á landinu bíllinn er ekki á númerum og fer ekki í gang, en ég tel mig vera búinn að finna sökudólginn og það er bensíndæla þar sem ekkert bensín kemur að vél en ég á eftir að kíkja á það en þar sem ég verð í vinnu allan dag þá verður það aldrei fyrr en á morgun. Væri fínt ef einhver ætti dælu í hann þá endilega senda einkapóst á mig.
En hann er með endurskoðun útá ljósum (stillingu og fleira) og gírbúnaði líklegast fóðringar í gírstöng þar sem hún er dálítið funky, en það er nátúrulega endurskoðun síðan 2005 svo það gæti verið einhvað meira að honum.
Hann er tiltölulega heill að framan þar sem hann hefur verið sprautaður eftir tjón sem fyrrverandi eigandi lenti í, en það hefur greinilega verið gert við það almennilega þar sem engin litamismunur var á bílnum.
En þetta er svona það mesta sem ég hef um bílinn að segja kem með myndir af honum eins og hann er í dag seinna, þar sem ég er ekki með myndavélina mína hérna í bænum en læt eina gamla mynd sem er líklega tekin í eyjum.
ég sé að það vantar kastaranna
