gunnar wrote:
Ef þú myndir kaupa E30 M30 myndiru taka hann með þér til landsins? Ef ég ætti að setja mig í þín spor myndi ég kaupa mér E36 M3, eiga hann úti í einhvern tíma og losa mig svo við hann...
Ef ég myndi kaupa mér E30 M3 þyrfti hann að vera í svo fáránlega góðu ástandi og ég myndi líka þá aldrei selja hann og sjálfsagt myndi enda á að versla mjög dýrann bíl. Plús ef þú myndir velja að flytja inn E30 bílinn þá væriru nátturulega með right hand bíl.
E30 M3 fer að styttast í að vera söfnunargripur, ef ég ætti til dæmis Europameister útgáfu eða EVOIII eða álika rare bíla þá myndi ég aldrei tíma að hjakkast á þeim eins og ég geri til dæmis á mínum E30.
Held þetta sé allt bara spurning um hvernig bíl þú ert að leita eftir, E36 bíllinn er mikið meira áreiðanlegur og sjálfsagt ódýrara að reka.
Held það sem ég sé að reyna gubba útur mér að ef þú ert jafn mikill fanatic af E30 M3 eins og ég held þú sért þá myndi ég ekki tíma að eyðileggja drauminn með að versla einhvern "búðing" sem drepur svo niðrí drauminum.
Bara mínir þankar.
Takk fyrir þetta (og aðrir sem hafa hjálpað). Þetta er einmitt málið. E30 M3 er draumurinn og ég myndi aldrei sætta mig við "gallaðan" bíl. Þess vegna fór ég að hugsa um E36 sem mér finnst VEL flott tæki og bíður upp á endalausa möguleika og skemmtun og er auk þess ódýrari. Mikið af fínum svoleiðis bílum á lægra verði en ódýrustu E30 bílarnir.
En E30 M3 er náttúrulega alltaf LHD svo það væri náttúrulega mjög þægilegt að kaupa þannig bíl upp á að taka hann svo með heim
Ég þarf bara að skoða markaðinn vel og sjá hvað mér bíðst með Audiinn upp í. Ætlaði ekki að kaupa M3 en er að sjá þetta keyra fram hjá mér hérna og "dett" inn á Autotrader og Pistonheads að skoða og er að verða geðveikur
En hefur einhver reynslu af þessu B30 vs B32 dæmi. Veit að þetta er
VANOS vs Ekki VANOS og 5 gíra/6 gíra. Eitthvað fleira?
Hvað með topplúgu málið? (og ekki koma með límmiða brandarann aftur

)