Löngu kominn tími á update.
Mikið búið að kaupa og lesa en lítið gert í rauninni.
Gunni var náttúrulega búinn að setja standalone í bílinn og um daginn fór ég í það að rífa heddið af mótornum.
Það gekk nokkuð vel bara, ekkert sérstaklega erfitt. Allir boltar losnuðu nokkuð auðveldlega og svona. Ég ætlaði að taka myndir af því en gleymdi alltaf myndavélinni heima....
Ég tók eftir því þegar ég var að taka tímareimina af að bíllinn var vitlaus á tíma
Það ætti að útskýra afhverju bíllinn hefur aldrei virkað neitt yfir 5500 snúningum.
Allavega gott að vita að það vandamál er allavega úr sögunni
Ég fór síðan með heddið til Einars Óla og hann tékkaði á því en það reyndist vera lítil sprunga í því
Þannig að mjög gott hedd var keypt af Uvels og er það núna hjá Einari þar sem hann er að sjóða í vatnsgangana og svona.
Vélarsalurinn var aðeins þrifinn í leiðinni, er núna nokkuð hreinn eins og sést aðeins hérna:
Síðan var farið í það að rífa allt framan af flakinu:
Til þess að máta þetta ferlíki
Core stærðin á intercoolernum er 24x12x3 og heildarstærðin er 31x12x3.
Frekar stór fokker.
Hérna eru síðan myndir af öðru dóti sem ég er búinn að kaupa:
Þetta er s.s:
TCD (Turbo Charging Dynamics) turbo manifold.
T04e túrbína, 60 trim compressor wheel, S4 Turbine og .58 exh housings.
42 lbs spíssar.
Tial BOV.
Tial wastegate.
Downpipe.
Slöngur, leiðslur, pakkningar og annað slíkt dót.
Síðan á ég ekki myndir af restinni en það eru Raceware studdar, MLS heddpakkning og ebay 2,5" piping kit.
Næst á dagskrá er bara að máta rörin og annað, sjá hvað ég þarf að modda framsvuntuna og framljósin mikið. Og hvort það sé eitthvað annað sem ég þarf að modda.
Rífa síðan olíupönnuna undan og eitthvað svona fjör.
Veit ekki hvenær ég kemst í það. En það verða teknar myndir.
Síðan þegar ég fæ heddið aftur verður bara farið á fullt í að klára þetta helvíti

_________________
Tony Montana - BBS LM CREWE36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM
http://www.e30.is