bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sat 03. May 2025 18:03

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 13 posts ] 
Author Message
 Post subject: Ræsivandamál E39 540
PostPosted: Thu 26. Jul 2007 21:43 
Offline
Búðarkerrubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 24. Sep 2003 19:47
Posts: 36
Location: Reykjavík
Ég á þennan fína E39 540 árg 1996 (gamli hans Sæma) en hann hefur verið að stríða mér undanfarnar vikur með að vera lengi að fara í gang.

Áður en ég byrja þá ætla ég að taka fram að ég hef ekki hundsvit á bílum né viðgerðum ;)

Allavegana, vandamálið er að þegar ég er að setja hann í gang, þá startar hann og startar (oftast í 3-6 sekúndur), fer alltaf í gang á endanum en hljómar eins og hann sé ekki að fá nóg bensín til að komast í gang. Síðan er gangurinn frekar ójafn þar til ég gef honum inn smá bensín og þá lagast gangurinn. Þegar bíllinn er í keyrslu er ekkert að, þetta gerist bara við ræsingu.

Ef bíllinn hefur staðið lengur en 10-15 mínútur frá því hann var í akstri þá kemur vandamálið upp. Ef minna en 10 mínútur líða frá því að ég drep á honum þá er hann ALLTAF góður í gang og vandamálið kemur ekki upp.

Bíllinn hefur farið á verkstæði, fyrst til TB og síðan til B&L. Tölvan gefur ekki upp neina bilanakóða. TB skipti um kerti, bensínsíu og bensíndælu en á endanum gáfust þeir upp þar sem þeir fundu ekki út úr þessu. B&L tóku bílinn inn og héldu að hann væri kominn í lag, læt hér fylgja með lýsingu frá þeim:

"Lesið af bílnum og voru engir bilanakóðar fyrir vélina og var farið yfir öll gildi og var ekkert að vinna að, síðan var tengdur bensínþrýsingsmælir við kerfið og voru gerðar nokkrar tilraunir og var þrýstingur alltaf eðlilegur en fellur þegar hann stendur í svolítinn tíma og þegar hann fer í gang gekk hann ójafnt eins og að hann fengi of mikið bensín og voru spíssarnir losaðir upp og athugað hvort læku og var það ekki. Sett saman aftur síðan voru gerðar tilraunir á að aftengja hluti og prófa hann. Enning athuga neista og spíssa og fór það allt í gang strax. Prófað að skipta um sveifarásskynjara og bíllinn prófaður mörgum sinnum og er allt í lagi núna."

Ef allt væri í lagi þá væri ég ekki að skrifa þessar línur :) Þegar ég sótti bílinn þá kom vandamálið upp um leið og ég setti bílinn í gang og ég lét B&L strax vita af því. Bíllinn var tekinn aftur inn á verkstæðið hjá B&L en eftir 4 daga hjá þeim án þess að nokkuð væri að gerast sótti ég bílinn til þeirra. Nú á ég tíma bókaðan hjá þeim aftur 1. ágúst.

Ég ætla að taka það fram að ég er ekki að setja út á þjónustu hvorki TB né B&L. Mig langar bara að fá þetta í lag! Ef einhver hefur einhverjar hugmyndir þá er ég "all ears". Ég hef þó enga kunnáttu né aðstöðu til að gera neitt sjálfur þannig að ef einhver telur sig vita hvað sé að gerast og geti eitthvað kíkt á þetta fyrir mig þá er ég til í að skoða það, gegn sanngjarnri greiðslu auðvitað.

Hjálp! :cry:

_________________
E39 540iA 07/96 - Arktissilber


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 26. Jul 2007 21:56 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Tue 10. Jul 2007 22:13
Posts: 939
Location: njarðvík
ég er með 325 E36 m50 mótor 91 árgerð og á í nákvæmlega sama vandamáli þannig að ef þú heirir eithvað eða nærð að laga þetta mátu láta mig vita hvað var í gangi

_________________
Róbert Már Róbertsson
BMW 740 E38
BMW 325 E36 "91 (SELDUR)
Gsm: 6150628


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 26. Jul 2007 22:35 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Þetta hljómar rosalega mikið eins og "vapour lock", þ.e. að bensínið nái að gufa upp í leiðslunum að spíssunum vegna hita, mynda þannig tappa sem fer síðan þegar dælan er búin að ganga í töluverðan tíma. En góð spurning hvað þetta sé í raun og veru. Mig myndi gruna sterklega að hann nái ekki bensíni inn á sig, en góð spurning hvað þetta sé.

Eitt sem mér dettur í hug fljótlegt er með kertin. Hefur þú nokkuð skipt um kerti síðan þú fékkst bílinn? Ef ekki þá myndi ég prufa það fyrst, það gæti mögulega verið vandamálið!

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 26. Jul 2007 22:50 
Offline
Búðarkerrubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 24. Sep 2003 19:47
Posts: 36
Location: Reykjavík
Það er búið að skipta um kerti, var gert hjá TB.

_________________
E39 540iA 07/96 - Arktissilber


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 27. Jul 2007 17:27 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 04. Jun 2005 15:43
Posts: 2186
Það er rosalega erfitt að sjá út hvað þetta er vegna skorts á upplýsingum sem að koma að þessu máli.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 27. Jul 2007 17:41 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Mon 16. Jun 2003 18:57
Posts: 586
Location: Grafarvogur
Hefuru hreinlega prófað einhver efni sem eiga að hreinsa spíssa og bensínleiðslur ?

_________________
Hlynur
Mercedes Benz - E420 Sportline V8 - - - ///AMG kit, eilífðarverkefni
Mercedes Benz E220
www.amigo.is
X: 6x W124, Justy, Volvo, Rolla


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 27. Jul 2007 18:06 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
slapi wrote:
Það er rosalega erfitt að sjá út hvað þetta er vegna skorts á upplýsingum sem að koma að þessu máli.


:hmm:

Mér fannst hann einmitt lýsa þessu nokkuð vel.

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 27. Jul 2007 18:24 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sun 18. Apr 2004 14:05
Posts: 3213
Location: Akureyri
er ekki bara staðan sú að það er einhver einstreimisloki á leiðinni, og hann er bilaður.

Hugsanlegt sé svoleiðis í bílnum þá fari þrýstingurinn af kerfinu smá saman eftir að dælan hættir að dæla.


Veit að þetta vandamál hefur verið til staðar í 535i e34, veit ekki með aðra bmw.

í E34 er þetta staðsett einhverstaðar í bensíndælu-unitinu ofan í tanki. Í því tilfelli hafa menn staðsett annann einstreymisloka eins nálægt tanknum og kostur er á. Aðgerð sem ég hugsa að ég verði að framkvæma í framtíðinni, þar sem minn hagar sér ekkert ósvipað.

_________________
Jón M
S: 693-9796
WET Motorsport - Vara og aukahlutir í bíla, vélar og tæki

Ford Bronco '66

Bara station bílar, enginn BMW.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 28. Jul 2007 19:45 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 04. Jun 2005 15:43
Posts: 2186
jon mar wrote:
er ekki bara staðan sú að það er einhver einstreimisloki á leiðinni, og hann er bilaður.

Hugsanlegt sé svoleiðis í bílnum þá fari þrýstingurinn af kerfinu smá saman eftir að dælan hættir að dæla.


Veit að þetta vandamál hefur verið til staðar í 535i e34, veit ekki með aðra bmw.

í E34 er þetta staðsett einhverstaðar í bensíndælu-unitinu ofan í tanki. Í því tilfelli hafa menn staðsett annann einstreymisloka eins nálægt tanknum og kostur er á. Aðgerð sem ég hugsa að ég verði að framkvæma í framtíðinni, þar sem minn hagar sér ekkert ósvipað.

Það á ekki að gera til þó að þrýstingurinn fari af kerfinu , en spurningin er hvort að loft fari inn á kerfið.
Ef að ekkert loft er á kerfinu nær dælan strax að byggja upp þrýstingin ef allt er eðlilegt.
Bensínþrýstingur fellur alltaf þegar drepið er á, oft er það niðrí 0.5 bar sirka og er eðlilegur hvíliþrýstingur á kerfi.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 29. Jul 2007 12:41 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sun 18. Apr 2004 14:05
Posts: 3213
Location: Akureyri
slapi wrote:
jon mar wrote:
er ekki bara staðan sú að það er einhver einstreimisloki á leiðinni, og hann er bilaður.

Hugsanlegt sé svoleiðis í bílnum þá fari þrýstingurinn af kerfinu smá saman eftir að dælan hættir að dæla.


Veit að þetta vandamál hefur verið til staðar í 535i e34, veit ekki með aðra bmw.

í E34 er þetta staðsett einhverstaðar í bensíndælu-unitinu ofan í tanki. Í því tilfelli hafa menn staðsett annann einstreymisloka eins nálægt tanknum og kostur er á. Aðgerð sem ég hugsa að ég verði að framkvæma í framtíðinni, þar sem minn hagar sér ekkert ósvipað.

Það á ekki að gera til þó að þrýstingurinn fari af kerfinu , en spurningin er hvort að loft fari inn á kerfið.
Ef að ekkert loft er á kerfinu nær dælan strax að byggja upp þrýstingin ef allt er eðlilegt.
Bensínþrýstingur fellur alltaf þegar drepið er á, oft er það niðrí 0.5 bar sirka og er eðlilegur hvíliþrýstingur á kerfi.


Var bara að koma með hugmynd, svona að share-a bara því sem maður hefur rekist á.

_________________
Jón M
S: 693-9796
WET Motorsport - Vara og aukahlutir í bíla, vélar og tæki

Ford Bronco '66

Bara station bílar, enginn BMW.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 29. Jul 2007 15:07 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 26. Sep 2005 00:12
Posts: 5955
Location: Litla Ameríka
jon mar wrote:
er ekki bara staðan sú að það er einhver einstreimisloki á leiðinni, og hann er bilaður.

Hugsanlegt sé svoleiðis í bílnum þá fari þrýstingurinn af kerfinu smá saman eftir að dælan hættir að dæla.


Veit að þetta vandamál hefur verið til staðar í 535i e34, veit ekki með aðra bmw.

í E34 er þetta staðsett einhverstaðar í bensíndælu-unitinu ofan í tanki. Í því tilfelli hafa menn staðsett annann einstreymisloka eins nálægt tanknum og kostur er á. Aðgerð sem ég hugsa að ég verði að framkvæma í framtíðinni, þar sem minn hagar sér ekkert ósvipað.


Þetta vandamál þekkist líka í E32 735 og gerist alltaf þegar maður má minnst við :x

_________________
Nútíðin:
E34 Touring '93 > R.I.P.
E34 530iT '95

Þátíðin:
E32 735i '89 ND-020
E30 325iC '89 AN-309
E30 318i '88 JS-554
E34 525iA '94 OZ-390
E28 518i '87 IT- 629
E46 318i '00 TB-590


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 29. Jul 2007 16:10 
Offline
Búðarkerrubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 24. Sep 2003 19:47
Posts: 36
Location: Reykjavík
Sælir og takk fyrir svörin,

Ég hef ekki prófað nein hreinsiefni en það má svosem prófa það, hvaða efni eða efnum mælið þið með?

Annars er bíllinn á leiðinni til B&L núna á miðvikudaginn, ég er bara orðinn þreyttur á þessu og langaði til að varpa þessu til ykkar svona ef þið snillingarnir hefðu eitthvað til málanna að leggja.

Endilega ef þið hafið eitthvað meira að segja eða ef ég get prófað einhverja einfalda hluti sjálfur, að láta vita :)

_________________
E39 540iA 07/96 - Arktissilber


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 29. Jul 2007 17:17 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
mæla bensínþrýstingsfall er það fyrsta sem maður myndi gera í þessu tilfelli. Sjá bensínþrýstingsfallið á ákv. tíma, nokkrum klst.
Ef hann fellur þá getur þetta verið eins og menn hafa bent á fuel pressure regulator'inn, stundum er einstefnuloki í dælunni, svo getur verið að það leki smá með spíss, þó maður finni enga lykt.

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 13 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 7 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group